Grágæs (fræðiheiti: Anser anser) er stór gæs sem verpir í Evrópu og Asíu. Grágæs og heiðagæs verpa á Íslandi og skipta með sér landinu þannig að grágæs er nær eingöngu á láglendi (neðan 300 yfir sjávarmáli) en heiðargæs er ofar.
Grágæsir geta náð 23 ára aldri, elsti hringaði fugl náði 19 árum og 7 mánuðum[1]. Almennur aldur er hins vegar um 8 ár og byrja fuglarnir að verpa þegar þeir hafa náð þriggja ára aldri[1].
Stofninn á Íslandi telur um 60.000 fugla árið 2021 og hefur honum farið fækkandi.[2]