Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem luku með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Skoruð voru 24 mörk, eða 4,0 mörk að meðaltali í leik.
Úrslitaleik KR og Vals á Melavellinum hinn 11. júní var útvarpað, en það var í fyrsta skipti sem leik á Íslandsmóti í knattspyrnu var lýst beint í útvarpi. Rúmlega 25 000 manns hlustuðu á þessa fyrstu útvarpslýsingu, eða tæp 22% þjóðarinnar á þessum tíma. Lýsendur voru Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ og Pétur Sigurðsson, stjórnarmaður og formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.
Þetta ár varð Morgunblaðið fyrst dagblaða til að vera sérstaklega með síðu í blaðinu tileinkaða íþróttum. Jens Benediktsson og Kjartan Þorðvarðsson skrifuðu reglulega um íþróttir á þessum tíma fyrir Moggann.