Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Skoruð voru 20 mörk, eða 3,33 mörk að meðaltali í leik.
Íslandsmótinu þetta árið var deilt upp í tvennt, annar hluti fór fram í júní en hinn í ágúst, vegna landsleiks Íslands og Finlands, sem var þriðji landsleikur Íslenska landsliðsins, en hann fór fram 2. júlí. Landsleikurinn vannst 2-0.
Skagamenn drógu lið sitt úr þátttöku vegna þessa og mörg lið mættu hálfmönnuð til leiks, þar á meðal Valur sem spiluðu án 5 leikmanna sem voru ýmist í sumarfríi eða á Ólympíuleikunum í London.
Víkingar unnu Valsmenn í fyrsta skipti í 22 ár þegar þeir lögðu þá 3-2.
KR-ingar voru nærri því að ganga af velli eftir að hafa mótmælt jöfnunarmarki Víkinga harkalega. Á síðustu stundu hættu þeir þó við.