Meistarakeppni karla í knattspyrnu er árleg viðureign Úrvalsdeildarmeistara og Bikarmeistara. Leikurinn fer fram í lok apríl áður en keppni hefst í Úrvalsdeildinni. Í þeim tilvikum sem að lið hefur unnið tvöfalt árið áður, þe bæði unnið úrvalsdeildina og bikarkeppnina, þá spilar liðið við taplið bikarúrslitaleiksins árið á undan.
Leikið hefur verið um titilinn, sem að í daglegu tali er kallaður meistarar meistarana, síðan 1969 fyrir utan árin 1999-2002 þar sem að ekki var keppt um titilinn.
Valur hefur oftast haft sigur í leiknum eða 9 sinnum.