Kristín Ómarsdóttir er íslenskt skáld, sem gefið hefur út ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit. Hún vakti fyrst athygli fyrir leikritið Draumar á hvolfi sem vann fyrstu verðlaun í leikritarkeppni Þjóðleikhússins árið 1985 og sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins árið 1987. Verk Kristínar hafa verið gefin út eða sýnd á Íslandi, Frakklandi, Svíþjóð, Finnlandi og Bandaríkjunum. Kristín hefur einnig tekið þátt í myndlistarsýningum og unnið í samstarfi við myndlistarfólk.