Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page
Available for Advertising

Tenzin Gyatso

Tenzin Gyatso árið 2012.

Jetsun Jamphel Ngawang Lobsang Yeshe Tenzin Gyatso, upphaflega nefndur Lhamo Dhondrub (fæddur 6. júlí 1935 í þorpinu Taktser, Amdo-héraði í þáverandi norðaustur Tíbet (nú hluti af héraðinu Qinghai í Kína)), betur þekktur sem fjórtándi og núverandi Dalai Lama, er aðalleiðtogi tíbetskra búddista og forsvarsmaður tíbetsku útlagastjórnarinnar í Dharamsala. Hann hlaut Friðarverðlaun Nóbels 1989.

Æskuár og afhjúpun sem Dalai Lama

Tenzin Gyatso var nefndur Lhamo Dhondrub af foreldrum sínum í þorpinu Taktser í tíbetska héraðinu Amdo. Hann var fimmta barnið af 16 hjá fátækri bóndafjölskyldu. Samkvæmt spádómi átti þrettándi Dalai Lama endurfæðast í austurhluta Tíbet, tíbetska ríkisstjórnin sendi þess vegna hóp munka og ríkisstarfsmanna dulbúna sem kaupmenn til Amdo-héraðsins til að leita uppi hin endurholdgaða Dalai Lama.Þar var gerður listi yfir mögulega einstaklinga og seinnipart vetrar 1937 komu sendimenn í það hús í þorpinu Taktser, þar sem fjölskylda Lhamo Dhondrub bjó, hann var þá tveggja ára. Þegar einn af hinum dulbúnu munkum spurði drenginn hvort hann gæti giskað á hvað hann héti svaraði drengurinn ekki einungis hárrétt heldur bætti við hvaða klaustri munkurinn tilheyrði. Lhamo Dhondrub var þá settur í margfaldar rannsóknir og var þá helst að hann var látinn velja hluti sem höfðu tilheyrt hinum þrettánda Dalai Lama meðal fjölmargra svipaðra hluti. Án þess að hika valdi Lhamo Dhonrub alla réttu hlutina. Drengurinn var einnig skoðaður í bak og fyrir og þótti hafa ýmis sömu líkamseinkenni og forverinn, þótti þar með sannað að hér væri Dalai Lama endurborinn.[1]

Tveggja ára sem úrskurðaður endurborinn Thubten Gyatso, hinn þrettándi Dalai Laman, var drengnum gefin nöfnin Jetsun Jamphel Ngawang Lobsang Yeshe Tenzin Gyatso (Heilagur herra, mildi heiður, miskunnsami, verndari trúarinna, haf visku). Tíbetanar nefna hann iðulega Kundun (སྐུ་མདུན་) - Nærverandi. Nokkur systkini hans voru seinna fundin vera endurfæddir lamar, meðal annarra eldri bróðir hans Thubten Jigme Norbu.

Á þessum tíma var Amdo-héraðið undir stjórn herforingjans Ma Bufang, munkarnir þurftu þess vegna að fá leyfi hjá honum til að taka Lhamo Dhondrub með sér til Lhasa. Þeir neyddust til að borga hundruð þúsunda silfurdollara í lausnargjald og héldu síðan með drenginn til Lhasa 1939 þar sem hann hóf nám í búddískum fræðum. Megnið af fjölskyldu Lhamo Dhondrubs fluttu síðar til borgarinnar.

Leiðtogi Tíbet

Fimmtán ára gamall, 17. nóvember 1950, var hann formlega gerður að þjóðhöfðingja Tíbets. Hersveitir úr kínverska Frelsisher alþýðunnar voru þá þegar búnar að hertaka hluta af Tíbet og ríkisstjórn Dalai Lama neyddist, 1951, til að skrifa undir samning sem viðurkenndi yfirráðarétt Kína yfir Tíbet en þar sem kínverska ríkisstjórnin lofaði samtímis að stjórn Dalai Lama sæti áfram að völdum í landinu.

Dalai Lama ásamt Chökyi Gyaltsen þáverandi Pantsen Lama var boðið til Peking 1954 af kínversku ríkisstjórninni til að taka þátt í fyrsta Alþýðuþingi Kína. Þar hitti hann ýmsa helstu leiðtoga kínverskra kommúnista, meðal annars Mao Zedong, Zhou Enlai og Chen Yi.[2] Meðan á heimsókninni stóð sótti Tenzin Gyatso um að fá að ganga í Kommúnistaflokk Kína en var hafnað.[3]

Árið 1956 bauð búddistasöfnuður á Indlandi þeim Dalai Lama og Panchen Lama í ferð til Indlands til að halda upp á Buddha Jayanti, 2500 ára fæðingarhátíð Gátama Búdda. Kínversk yfirvöld gáfu Dalai Lama eftir miklar vangaveltur leyfi til að fara í þessa ferð. Í þessari ferð fór hann á ýmsa helga staði á Indlandi og kynntist meðan annar hugmyndum Mahatma Gandhi um friðsamlega baráttu. [4]

Óánægja Tíbeta með aðgerðir kínverskra yfirvalda fór vaxandi og leiddi víða til skæruhernaðar og fjöldi flóttamanna leituðu til Lhasa. Dalai Lama gerði ítrekaðar tilraunir á næstu árum til málamiðlana en þegar almenn uppreisn braust út í Tíbet í mars 1959 neyddist hann til að flýja til Indlands. Kínverska ríkisstjórnin lítur á Tíbet sem óaðskiljanlegan hluta Kína en flestir Tíbetar líta enn á Dalai Lama sem leiðtoga sinn.[5]

Í útlegð

Tenzin Gyatso á ítalíu (2007)

Indverska ríkisstjórnin tók á móti Dalai Lama og gaf honum leyfi að setja upp útlagastjórn í Dharamsala. Þaðan hefur hann haldið áfram friðsamlegri baráttu fyrir sjálfstæði Tíbet. Hann hefur meðal annars farið í fjölda ferða til annarra landa, einnig til Íslands, til að fá stuðning.

Dalai Lama hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt til friðar, samanlagt um 80 viðurkenningar. Dalai Lama fékk Friðarverðlaun Nóbels 1989[6] fyrir friðsamlega baráttu fyrri sjálfstæði Tíbet.[5]

Skuldbindingar

Dalai Lama hefur þrjár skuldbindingar í lífinu.

  1. Sem manneskja vill Dalai Lama efla samkennd, fyrirgefningu, umburðarlyndi, sátt og sjálfsaga meðal íbúa jarðar. Hann álítur þessi gildi sammannleg og hafin yfir trú og tíma. Þessu vill hann deila með hverjum þeim sem hann hittir.
  2. Sem trúariðkandi vill hann efla skilning og virðingu á milli trúarhópa heimsins. Þrátt fyrir mismunandi heimspeki telur hann öll trúarbrögð hafa möguleika á að stuðla að vexti manneskjunnar. Hver og einn finnur sér sinn sannleik eða trú, sem getur aldrei orðið sá sami fyrir alla. Fyrir heiminn allan er því þörf á mörgum trúarbrögðum og gagnkvæmur skilningur og virðing á milli þeirra er nauðsynlegur.
  3. Sem Dalai Lama leiðtogi Tíbeta vill hann vinna fyrir hönd þeirra að friðsamlegri lausn í málefnum landsins. Tíbetar um allan heim bera traust til Dalai Lama og hann ber þá ábyrgð að vera talsmaður í baráttu þeirra fyrir réttlæti. Hann mun vinna að þessari þriðju skuldbindingu þar til Tíbetar og Kínverjar hafa komist að gagnkvæmu samkomulagi um heillavænlega lausn á málefnum landanna.[5]

Dalai Lama býr í einföldum híbýlum í þorpinu McLeod Ganj sem er staðsett í tæplega 2000 metra hæð í Himalajafjöllunum í norðvesturhluta Indlands.[5]

Dalai Lama á Íslandi

Dalai Lama kom til Íslands 2009 og dvaldi þar í þrjá daga og hélt fyrirlestur í Laugardalshöll. Hann kom þann 31. maí 2009 og fór af landi 3. júní 2009. Hann tók þátt í samtrúarlegri friðarstund í Hallgrímskirkju þar sem fulltrúar allra stærstu trúfélaga landsins voru saman komnir. Hann fór einnig í heimsókn í Háskóla Íslands og tók þátt í pallborðsumræðum ásamt prófessorum af hugvísindasviði. Hann heimsótti líka Alþingi og sat á fund með utanríkismálanefnd Alþingis og ræddu um málefni Tíbets, umhverfis- og mannréttindamál. Þann 2. júlí 2009 hélt hann fyrirlestur um lífsgildi, viðhorf og lífshamingju og svaraði spurningum áhorfenda í Laugardalshöll. Dalai Lama var mjög snortinn eftir heimsóknina til Íslands og þakkaði fyrir góðar móttökur.[7]

Heimildir

  1. A history of modern Tibet, 1913-1951: the demise of the Lamaist state, Melvyn C. Goldstein. Univ. of California Press, 1989 ISBN 0-520-06140-3
  2. In My Own Words, Dalai Lama, Hay House, 2008, ISBN 978-0-340-78535-5
  3. Mao: The Unknown Story, Chang, Jung och Jon Halliday, Knopf 2005, ISBN 0679422714
  4. In My Own Words, Dalai Lama, 2008
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 „Hver er Dalai Lama?“. dalailama.is. 20. apríl 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2014. Sótt 13. desember 2020.
  6. Nobel Peace Price 1989:Presentation Speech
  7. „Hans heilagleiki 14. Dalai Lama á Íslandi“. dalailama.is. 20. apríl 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. janúar 2014. Sótt 13. desember 2020.

Tengt efni

Tenglar

Read other articles:

Den här artikeln har skapats av Lsjbot, ett program (en robot) för automatisk redigering. (2014-07)Artikeln kan innehålla fakta- eller språkfel, eller ett märkligt urval av fakta, källor eller bilder. Mallen kan avlägsnas efter en kontroll av innehållet (vidare information) Pinalia dagamensisSystematikDomänEukaryoterEukaryotaRikeVäxterPlantaeDivisionKärlväxterTracheophytaKlassEnhjärtbladiga blomväxterLiliopsidaOrdningSparrisordningenAsparagalesFamiljOrkidéerOrchidaceaeSläktePi...

Jeltje van Nieuwenhoven Van Nieuwenhoven in 2010 Algemene informatie Volledige naam Jeltje van Nieuwenhoven Geboren 2 augustus 1943 Functie Lid gemeenteraad Den Haag Partij PvdAGroenLinks (sinds oktober 2022) Politieke functies 1978-1980    Lid gemeenteraad Vinkeveen en Waverveen 1978-1980 Wethouder in Vinkeveen en Waverveen 1981-19821983-2004 Lid Tweede Kamer 1998-2002 Voorzitter Tweede Kamer 2002 PvdA-fractievoorzitter 2004-2006 Gedeputeerde in Zuid-Holland 2010-2018 Lid...

Mathematical group of the homotopy classes of loops in a topological space For the fundamental group of a factor, see von Neumann algebra. In the mathematical field of algebraic topology, the fundamental group of a topological space is the group of the equivalence classes under homotopy of the loops contained in the space. It records information about the basic shape, or holes, of the topological space. The fundamental group is the first and simplest homotopy group. The fundamental group is a...

Ця стаття містить правописні, лексичні, граматичні, стилістичні або інші мовні помилки, які треба виправити. Ви можете допомогти вдосконалити цю статтю, погодивши її із чинними мовними стандартами. (вересень 2019) Осві́тній диза́йн, навчальний дизайн, дизайн навчального с

Orang Filipina keturunan SpanyolFrancisca del Espíritu Santo FuentesManuel QuezonPaulino AlcantaraJaime Augusto Zobel de AyalaJosé María dari ManilaIsabel Larrañaga RamírezTrinidad Pardo de TaveraJaime FabregasMarian RiveraGerman MorenoJumlah populasiJumlah imigran dalam sejarah tidak diketahui, namun Pusat Statistik Nasional Spanyol mengabarkan bahwa warga negara Spanyol yang tinggal di Filipina berjumlah 3,110 orang pada 1 Januari 2012.[1]Marya Filipina terkenal dengan keturuna...

一般県道 茨城県道339号大和田桃浦停車場線 路線延長 12.737 km 制定年 1994年4月1日 廃止年 2008年4月17日 起点 茨城県鉾田市 終点 茨城県行方市 接続する主な道路(記法) 国道355号 ■テンプレート(■ノート ■使い方) ■PJ道路 茨城県道339号大和田桃浦停車場線小川町上合(2006年1月) 行方市羽生(2006年1月) 茨城県道339号大和田桃浦停車場線(いばらきけんどう339ごう お

Este artigo ou secção contém uma lista de referências no fim do texto, mas as suas fontes não são claras porque não são citadas no corpo do artigo, o que compromete a confiabilidade das informações. Ajude a melhorar este artigo inserindo citações no corpo do artigo. (Julho de 2020) Ichikawa Raizo Ichikawa Raizo Nascimento 亀崎章雄29 de agosto de 1931Quioto Morte 17 de julho de 1969 (37 anos)Tóquio Cidadania Japão Ocupação dançarino, ator de teatro, kabuki actor [edite...

Muine Bheag Localidad Escudo Muine BheagLocalización de Muine Bheag en IrlandaCoordenadas 52°41′45″N 6°59′23″O / 52.6958, -6.9897Entidad Localidad • País República de Irlanda • Provincia Leinster • Condado Condado de CarlowSuperficie   • Total 6,95 km² Altitud   • Media 40 m s. n. m.Huso horario UTC±00:00 Sitio web oficial [editar datos en Wikidata] Muine Bheag es una localidad situada en el condado de ...

Kuburan di Sarajevo pada pengepungan pada 1992-1993. Foto oleh Mikhail Evstafiev Kuburan massal adalah makam yang berisi lebih dari satu jenazah yang sering kali tak dikenal. Kuburan massal biasanya diciptakan setelah sejumlah besar orang meninggal atau dibunuh/terbunuh, dan jenazahnya perlu dengan segera dikuburkan. Dalam kasus terjadinya bencana alam, kuburan massal digunakan untuk mencegah infeksi dan penyakit, sementara motivasi membuat kuburan massal dalam perang dan genosida sering kali...

Indian premier public technical university This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article contains content that is written like an advertisement. Please help improve it by removing promotional content and inappropriate external links, and by adding encyclopedic content written from a neutral point of view. (March 2020) (Learn how and when to remove this template message) Thi...

Este artículo o sección tiene referencias, pero necesita más para complementar su verificabilidad.Este aviso fue puesto el 7 de mayo de 2023.  Fosfato de alta energía Modelo 3D de una molécula de ATP (Adenosina trifosfato).Fórmula molecular ?[editar datos en Wikidata] El término fosfato de alta energía puede tener varios significados; puede referirse directamente a un enlace fosfato-fosfato formado cuando se generan compuestos como la adenosina difosfato o la adenosina ...

Hawaiian lawyer, editor and translator (c. 1837–1877) William P. RagsdaleWilliam Ragsdale, before he was diagnosed with leprosy and exiled to KalaupapaBornc. 1837DiedNovember 24, 1877 (aged 40)Kalaupapa, MolokaiNationalityKingdom of HawaiiOccupation(s)lawyer, newspaper editor, government translator, resident superintendent of Kalaupapa Leprosy SettlementParent(s)Alexander Ragsdale and Kahawaluokalani William Phileppus Ragsdale[note 1] (c. 1837 – November 24, 1877) wa...

此條目需要补充更多来源。 (2012年9月14日)请协助補充多方面可靠来源以改善这篇条目,无法查证的内容可能會因為异议提出而被移除。致使用者:请搜索一下条目的标题(来源搜索:鸣沙山 (敦煌) — 网页、新闻、书籍、学术、图像),以检查网络上是否存在该主题的更多可靠来源(判定指引)。 鸣沙山 1995年 月牙泉 鸣沙山,东汉称沙角山,俗名神沙山,晋代始称鸣沙山

  لمعانٍ أخرى، طالع السلام (توضيح). يفتقر محتوى هذه المقالة إلى الاستشهاد بمصادر. فضلاً، ساهم في تطوير هذه المقالة من خلال إضافة مصادر موثوق بها. أي معلومات غير موثقة يمكن التشكيك بها وإزالتها. (فبراير 2016) السلام تقسيم إداري  البلد الكويت  معلومات أخرى منطقة زمنية ت...

В Википедии есть статьи о других людях с такой фамилией, см. Макдональд; Макдональд, Джон. Джон Сэндфилд Макдональдангл. John Sandfield Macdonald Премьер Соединённой Канады 24 мая 1862 — 22 марта 1864 Монарх Виктория Предшественник Жорж-Этьен Картье Преемник Джон А. Макдональд Премь...

Island of Antarctica Inexpressible IslandA view over Inexpressible IslandInexpressible IslandLocation in AntarcticaGeographyLocationAntarcticaCoordinates74°54′S 163°39′E / 74.900°S 163.650°E / -74.900; 163.650AdministrationAdministered under the Antarctic Treaty SystemDemographicsPopulationUninhabited Inexpressible Island is a small, rocky island in Terra Nova Bay, Victoria Land, Antarctica. Description The island is bounded in the east by Evans Cove and the He...

1964 open-wheel Formula Three race car Cooper T72 Top view 1964 Cooper T72 at the Goodwood Revival in 2019 The Cooper T72 is an open-wheel Formula Three race car, developed and built by British manufacturer Cooper in 1964.[1] It was designed by engineers Eddie Stait and Neil Johanssen. It was powered by a 998 cc (60.9 cu in) BMC four-cylinder engine, developing 88 hp (66 kW) @ 7,750 rpm, which had a 12.5:1 compression ratio. The radiator and oil cooler were in...

Brazilian telenovela For the 2022 remake, see Pantanal (2022 TV series). PantanalMain title cardGenreTelenovelaCreated byBenedito Ruy BarbosaWritten byBenedito Ruy BarbosaDirected by Jayme Monjardim Carlos Magalhães Marcelo de Barreto Roberto Naar Starring Cláudio Marzo Cristiana Oliveira Marcos Winter Jussara Freire Marcos Palmeira Paulo Gorgulho Nathália Timberg Rômulo Arantes Cássia Kiss Theme music composerMarcus VianaOpening themePantanalby Sagrado Coração da TerraCountry of origi...

Cet article a pour objet de présenter une liste de ponts remarquables du Zimbabwe, tant par leurs caractéristiques dimensionnelles, que par leur intérêt architectural ou historique. Le pont des chutes Victoria au côté des chutes inscrites au patrimoine mondial de l'UNESCO[1] La catégorie lien donne la classification de l'ouvrage parmi ceux présentés et propose un lien vers la fiche technique du pont sur le site Structurae, base de données et galerie internationale d'ouvrages d'art. ...

Annual festival in Sapporo, Japan This article relies excessively on references to primary sources. Please improve this article by adding secondary or tertiary sources. Find sources: Sapporo Snow Festival – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (February 2018) (Learn how and when to remove this template message) Sapporo Snow FestivalCentral Sapporo, 2007GenreSnow FestivalDatesFebruaryLocation(s)Sapporo, JapanYears active1950–present The Sapporo...

Kembali kehalaman sebelumnya