Miðhálendið er óbyggt hálendi í yfir 500 metra hæð sem nær yfir stærstan hluta Íslands inni í landi og sem að jafnaði hentar ekki til búsetu vegna kulda og/eða skorts á jarðvegi. Að öðru leyti er náttúra þessa svæðis fjölbreytt. Á þessu svæði er t.d. að finna eldfjöll, hveri, hraun, ýmsar jarðmyndanir, sanda, jökla, ár, stöðuvötn og gróðurvinjar. Stór hluti hálendisins er á gosbeltinu, þ.e. eldvirku svæði. Hálendið samanstendur að miklu leyti af þjóðlendum og er íslenska ríkið með eignarétt af þeim.
Hluti hálendisins hefur verið nýttur sem afréttur. Ferðamennska hefur farið þar vaxandi, einkum á sumrin.
Ekki er til eitt algilt svar við því hvert er flatarmál miðhálendis Íslands. Í tengslum við vinnu við gerð svæðisskipulags miðhálendisins var rætt um að skipulagssvæðið væri um 40% af flatarmáli landsins.[1] Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands er flatarmálið 42.700 km² [2] Kort hafa verið gerð af Miðhálendinu. [3]
Þjóðleiðir milli landshluta voru eitt sinn á miðhálendinu. Í dag eru ákveðnir fjallvegir um það líkt og Kjölur, Kaldidalur og Sprengisandur. Fimm hæstu fjallvegir á Íslandi eru á miðhálendinu. [4]
Mannvirki utan ferðaskála eru umdeild. Félagið Landvernd, aðrir umhverfishópar og ferðafélög hafa gagnrýnt áform um virkjanir, uppbyggða vegi og háspennulínur á miðhálendinu.
,,Framkvæmdirnar eru sagðar munu kljúfa víðerni hálendisins, valda umferðargný í stað öræfakyrrðar og bjóða upp á hættu á frekari „láglendisvæðingu“ hálendisins með uppbyggingu margskonar innviða og þjónustu á svæðinu.[11]
Hugmyndir eru uppi að leggja háspennulínu yfir Sprengisand. Gagnrýnendur vilja fremur jarðstreng til að minnka umhverfisáhrif.
Rammaáætlun hefur verið gerð um orkunýtingarkosti, þar á meðal á hálendinu. Svæði eru sett í nýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk. Fyrsta rammaáætlunin var samþykkt árið 2013.[12]
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur tillögur á borði sem myndi gera 85 prósent af miðhálendinu að þjóðgarði. [13] eða um 30.000 ferkílómetra svæði. En helmingur þess er þegar verndaður. [14]Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, [15]
undirbýr frumvarp um verndun hálendisins; mörk þjóðgarðsins miðist við þjóðlendur og friðlýst svæði á miðhálendinu, þar með talinn Vatnajökulsþjóðgarð. Ýmis sveitarfélög og orkufyrirtæki hafa mótmælt þessum áætlunum. Bent er á að skipulagsvald sveitarfélaga sé skert [16]