Rammaáætlun (eða: áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða) er áætlun sem umhverfis- og auðlindaráðherra leggur fram sem tillögu til Alþingis eigi síðar en á fjögurra ára fresti í samvinnu við þann ráðherra er fer með orkumál[1]. Í rammaáætlun eru hugmyndir um orkunýtingu flokkaðar í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk. Fyrsta rammaáætlunin var samþykkt 14. janúar 2013[2].
Með áætluninni er leitað málamiðlunar milli verndar, annarrar nýtingar náttúrugæða og orkuframkvæmda.[3]