Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði Kalmanstungu, efsta bæjar Hvítársíðurepps og nú Borgarbyggðar. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld Reykholts- og Hálsahreppi fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju.
Hlunnindi
Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna bleikju og urriða. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum.
Vötn og ár
Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi.
Í handritasafni Konráðs GíslasonarFjölnismanns hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir Jónas Hallgrímsson sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Það er m.a. þekkt sem „þjóðsöngur Borgfirðinga". Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin Réttarvatn og er kvæðið svohljóðandi: