Arnarvatnsheiði

Ungur veiðimaður við Arnarvatn, í baksýn sést í Eiríksjökul.

Arnarvatnsheiði er gríðarstórt heiðarland á norðvesturhluta hálendis Íslands, nánar tiltekið syðst og austast milli sveitarfélagsins Borgarbyggðar og Húnaþings vestra. Þá liggur heiðin norður og vestur af tveimur jöklum, Langjökli og Eiríksjökli. Arnarvatnsheiði nær alveg suður frá Hallmundarhrauni í Borgarbyggð, vestur að Vesturheiði, norður að Arnarvatni stóra, og alla leið norðaustur að Stórasandi.[1]

Meðal akstursleiða inn á heiðina er F578 sem hægt er að fylgja inn á heiðina bæði úr Víðidal, Vatnsdal, Miðfirði eða Borgarfirði.

Vestan við Arnarvatnsheiði eru heiðarnar Tvídægra og enn vestar Holtavörðuheiði.

Eignarsaga

Fyrr á öldum tilheyrði Arnarvatnsheiði Kalmanstungu, efsta bæjar Hvítársíðurepps og nú Borgarbyggðar. Árið 1884 var heiðin hins vegar seld Reykholts- og Hálsahreppi fyrir tilstuðlan Stefáns Ólafssonar þáverandi bónda í Kalmanstungu. Þó hélt Kalmanstunga ákveðnum hlunnindum áfram, svosem silungaveiði, eggja- og álftatekju.

Hlunnindi

Silungaveiði hefur verið stunduð upp á Arnarvatnsheiði frá ómunatíð. Fisk er að finna í nær öllum vötnum heiðarinnar og má þar bæði finna bleikju og urriða. Nú á dögum er vetrarveiði fyrir löngu hætt en mikið er veitt á sumrin. Einnig var töluvert um eggja- og álftatekju á heiðinni fyrr á öldum.

Vötn og ár

Á heiðinni er fjöldi vatna með góðri veiði í mörgum þeirra, einnig eiga nokkrar ár upptök sín á heiðinni. Sagt er að vötnin á heiðinni séu óteljandi.

Vötn á heiðinni

Ár á heiðinni

Arnarvatnsheiði og Jónas Hallgrímsson

Í handritasafni Konráðs Gíslasonar Fjölnismanns hefur varðveist kvæði án titils um Arnarvatnsheiði eftir Jónas Hallgrímsson sem nú er orðið allþekkt sönglag í sveitum Borgarfjarðar. Það er m.a. þekkt sem „þjóðsöngur Borgfirðinga". Kvæðið er talið eiginhandarrit Jónasar sjálfs og hefur safnmarkið KG 31 a II. Kvæðið birtist fyrst á prenti árið 1847 í ljóðasafni sem bar heitið Ljóðmæli eptir Jónas Hallgrímsson sem var gefið út að Jónasi látnum. Þar kom fyrirsögnin Réttarvatn og er kvæðið svohljóðandi:


1. Efst á Arnarvatnshæðum
oft hef ég fáki beitt;
þar er allt þakið í vötnum
þar heitir Réttarvatn eitt.


2. Og undir Norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
um lágan Hvannamó.


3. Á öngum stað ég uni
eins og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.


Tenglar

Heimildir

  1. Þorsteinn Jósepsson; Steindór Steindórsson frá Hlöðum (1980). Landið þitt Ísland 1. bindi A-G. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. bls. 34.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!