Ljósvetninga saga er Íslendingasaga sem varðveitt er í tveimur megingerðum, A-gerð og C-gerð og inniheldur C-gerðin nokkra Íslendingaþætti sem koma söguþræðinum ekki beint við og virðast vera innskot. Þetta eru Sörla þáttur, Ófeigs þáttur, Vöðu-Brands þáttur og Þórarins þáttur ofsa.
Sagan hefst á frásögn af Þorgeiri Ljósvetningagoða Þorkelssyni á Ljósavatni og sonum hans og kemur Guðmundur Eyjólfsson ríki á Möðruvöllum þar nokkuð við sögu. Þá taka við þrír fyrstnefndu Íslendingaþættirnir en eftir það fjallar sagan aðallega um Guðmund ríka og deilur hans við menn af ætt Ljósvetninga. Eftir dauða Guðmundar snýst sagan svo aðallega um Eyjólf halta son hans og deilur hans við Fnjóskdæli og Ljósvetninga. Sögunni lýkur svo með Þórarins þætti ofsa en þar koma Ljósvetningar ekkert við sögu.
|
---|
|
Aðrar íslenskar fornsögur | |
---|
Útgáfur | |
---|