Harðar saga og Hólmverja

Harðar saga og Hólmverja er skógarmannasaga eða útlagasaga sem talin er rituð snemma á 14. öld og er varðveitt í skinnhandriti. Harðarsaga var fyrst prentuð á Hólum 1756.

Sagan gerist í Hvalfirði. Í sögunni er sagt frá fóstbræðrunum Herði og Geir sem fara í útlegð í Geirshólma undan þyrilsnesi. Þar gerðu þeir strandhögg um sveitir en bændur ginntu þá í land í Þyrilsnesi og drápu. Helga Jarlsdóttir kona Harðar og tveir synir hennar syntu í land að ósum Bláskeggsár og klifu upp í Helguskarð á Þyrli og fóru þaðan yfir í Skorradal.

Harðar saga og Hólmverja í bókmenntum og listum

Sagan hefur verið yrkisefni skálda og er til eftirfarandi rímur byggðar á sögunni:

  • Harðar rímur og Hólmverja eftir Árna Böðvarsson ortar 1764, 16 erindi
  • Harðar rímur og Hólmverja eftir Magnús Magnússon í Magnússkógum ortar 1803, 17 erindi
  • Harðar rímur og Hólmverja eftir Sigurð Óla Sigurðsson, 12 erindi
  • Rímur af Herði Hólmverjakappa og Helgu Jarlsdóttur konu hans eftir Símon Dalaskáld ortar 1951, 353 erindi

Davíð Stefánsson orti kvæði um Helgu Jarlsdóttur (23 erindi). Kristín Steinsdóttir samdi barna- og unglingabókina Vítahringur Helgusona en byggir á Harðar sögu.

Íþróttafélagið Hörður Hólmverji stofnað á Akranesi árið 1919 og starfaði í fáein ár.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!