Þorsteins saga hvíta

Þorsteins saga hvíta er Íslendingasaga talin rituð á 13. öld. Sagan segir frá Þorsteini hvíta bónda á Hofi í Vopnafirði. Sagan segir þó mest frá ferðum Þorsteins fagra, frá Skeggjastöðum í Hnefilsdal, sem fer í ferð með Einari, mági Þorgils sonar Þorsteins hvíta. Þeirra viðskiptum lýkur með því að Þorsteinn fagri drepur Einar og síðan Þorgils sem hyggst leita hefnda eftir mág sinn. Sögunni lýkur með því að Þorsteinn fagri býður Þorsteini hvíta höfuð sitt í sonarbætur, en þeir gera með sér sátt. Í lok sögunnar segir frá syni Þorgils, Brodd-Helga, sem er aðalsöguhetja Vopnfirðinga sögu.

Þorsteins saga hvíta er ein af Austfirðingasögunum ásamt Vopnfirðinga sögu, Hrafnkels sögu Freysgoða og Droplaugarsona sögu, meðal annarra. Hún gæti hafa verið samin sem formáli að Vopnfirðinga sögu. Þorsteins saga hvíta er eingöngu þekkt úr pappírshandritum frá 17., 18. og 19. öld.

Tenglar

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!