Bjørnstjerne Martinus Bjørnson (var stundum nefndur Björnstjarna Björnsson á Íslandi) (8. desember 1832 – 26. apríl 1910) var norskur rithöfundur og skáld. Bjørnstjerne er t.d. höfundur ljóðsins að norska þjóðlaginu: Ja, vi elsker dette landet. Bjørnstjerne hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1903 og er í Noregi talinn einn af hinum fjóru stóru (De fire store) ásamt Henrik Ibsen, Jonas Lie og Alexander Kielland.