Þrymur er jötunn í norrænni goðafræði. Í Þrymskviðu segir frá er Mjölni var stolið af Þór og krafðist Þrymur Freyju í lausnargjald.[1] Þóttust goðin ganga að þessu en var Þór dulbúinn sem Freyja og fylgdi Loki með sem þjónustustúlka hennar. Endaði brúðkaupið með bana Þryms og lausn Mjölnis.[2]
Í Fornaldarsögum norðurlanda er sagt frá "Þrymr (sem) átti Agðir. Hans sonr var Agði ok Agnarr, faðir Ketils þryms, er bú átti í Þrumu."[3]
Þryms er annars hvergi getið þó Þrymheimur sé nefndur bústaður Þjassa en nafnið gæti átt við jötna almennt enda voru þeir taldir hávaðasamir.[4]
Eitt tungl Satúrnusar (S/2000 S 7) hefur verið nefnt Þrymur (Thrymr).
Tilvísanir
↑„Þrymskviða,“. www.heimskringla.no. Sótt 12. desember 2023.