Áttunda Lofn. Hún er svo mild og góð til áheita að hún fær leyfi af Alföður eða Frigg til manna samgangs, kvenna og karla, þótt áður sé bannað eða þvertekið. Fyrir því er af hennar nafni lof kallað, og svo það er lofað er mjög af mönnum.[1]
Miðaldafræðingurinn John Lindow segir að fræðimenn hafi almennt tekið trúanlega skýringu Snorra Sturlusonar á nafni Lofnar, en í Snorra-Eddu skrifar Snorri að orðið „að lofa“ (sbr. að hrósa) sé dregið af nafni hennar. Lindow segir jafnframt að margir fræðimenn telji að Lofn, og margar aðrar ásynjur, hafi upprunalega í raun aðeins verið annað nafn á gyðjunni Frigg.[3]
Tilvísanir
↑Snorri Sturluson. „Gylfaginning“. Snerpa. Sótt 19. mars 2019.