Askur Yggdrasils

Askur Yggdrasils.
Örlaganornirnar undir aski Yggdrasils.

Askur Yggdrasils er tré sem í norrænni goðafræði stendur upp í gegnum heiminn allan. Hver hlutur hans nær í hvern hluta heimsins. Brunnarnir þrír, sem rætur asks Yggdrasils liggja ofan í, eru Urðarbrunnur í Ásgarði, Mímisbrunnur í Jötunheimum og Hvergelmir í Niflheimum en þar nagar Níðhöggur ask Yggdrasils. Í Ásgarði var askurinn vökvaður af skapanornunum Urði, Verðandi og Skuld sem ausa yfir tréð, einu sinni á dag, vatni sem á að halda trénu frá því að fúna eða visna. Í greinum asks Yggdrasils er að finna margar skepnur, meðal annars örn, íkornann Ratatosk, hirti Dáinn, Dvalinn, Duneyrr og Duraþrór, hana og fleiri.

Orðsifjar

Ekki er vitað með vissu hver merking nafnsins Yggdrasill er. En talið er helst að Yggdrasill þýði hestur eða hestur Óðins, því Yggur er eitt af dulnefnum Óðins og drasill annað orð yfir hestur (drösull). Ein kenning á veraldartrénu er hestur hengda mannsins. Þegar Óðinn vildi ráða leyndarmál rúna, og töfratákna sem skrift er runnin frá, þurfti hann að líða miklar þjáningar með því að hanga í snöru á grein trésins yfir ómælisdjúpinu í níu nætur. Að því loknu var leyndardómi rúnanna lokið upp fyrir honum.

Heimildir

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!