Ekki er vitað með vissu hver merking nafnsins Yggdrasill er. En talið er helst að Yggdrasill þýði hestur eða hestur Óðins, því Yggur er eitt af dulnefnum Óðins og drasill annað orð yfir hestur (drösull). Ein kenning á veraldartrénu er hestur hengda mannsins. Þegar Óðinn vildi ráða leyndarmál rúna, og töfratákna sem skrift er runnin frá, þurfti hann að líða miklar þjáningar með því að hanga í snöru á grein trésins yfir ómælisdjúpinu í níu nætur. Að því loknu var leyndardómi rúnanna lokið upp fyrir honum.