Ratatoskur er íkorni í norrænni goðafræði sem hleypur upp og niður stofn Asks Yggdrasils á milli drekans Níðhöggs, sem nagar rætur asksins, og arnar sem situr í efstu greinum hans og hefur milli augna sér haukinn Veðurfölni. Í Snorra-Eddu, Gylfaginningu, segir að hann beri öfundarorð á milli þeirra:
- Örn einn sitr í limum asksins, ok er hann margs vitandi, en í milli augna honum sitr haukr, sá er heitir Veðrfölnir. Íkorni sá, er heitir Ratatoskr, renn upp ok niðr eftir askinum ok berr öfundarorð milli arnarins ok Níðhöggs, en fjórir hirtir renna í limum asksins ok bíta barr. Þeir heita svá: Dáinn, Dvalinn, Duneyrr, Duraþrór. En svá margir ormar eru í Hvergelmi með Níðhögg, at engi tunga má telja.
Þannig segir frá Ratatoski í Grímnismálum:
- Ratatoskr heitir íkorni,
- er renna skal
- at aski Yggrdrasils;
- arnar orð
- hann skal ofan bera
- ok segia Níðhöggvi niðr.
Orðsifjar
Viðliðurinn í nafninu Ratatoskur, þ.e. toskur eða toskr merkir „tönn“ eða „skögultönn“ og er talinn samstofna fornenska orðinu tusc þaðan sem enska orðið tusk (‚skögultönn‘) kemur.[1]
Forliðurinn gæti átt skilt við Rati, sem er bor eða nafar í norrænni goðafræði. Einnig er hann talinn skyldur latnesku sögninni rado, rodo: krafsa. Sumir útskýra Ratatoskur sem: tönn sem borar.
Tilvísanir
- ↑ toskr, m.[óvirkur tengill]
|
---|
Helstu goð | | |
---|
Aðrir | |
---|
Staðir | |
---|
Hlutir | |
---|
Atburðir | |
---|
Rit | |
---|
Goðakvæði og sögur | |
---|
Trúfélög | |
---|