Tólfta konungsættin er í sögu Egyptalands konungsætt sem ríkti á tímum Miðríkisins. Maneþon segir að þessi konungsætt hafi ríkt í Þebu en samtímaáletranir segja frá því að fyrsti konungurinn hafi flutt höfuðborgina til borgarinnar Amenemhat-itj-tawy („Amenemhat drottnari landanna tveggja“) eða Itjtawi þar sem nú er þorpið Lisht.
Konungar tólftu konungsættarinnar