Maneþon

Maneþon (úr grísku: Μανεθων, Manethōn) var egypskur sagnaritari og prestur frá Sebennytos (fornegypska: Tjebnutjer) sem var uppi á tímum Ptólemajaríkisins á 3. öld f.Kr. og skrifaði rit um sögu Egyptalands hins forna á koine grísku. Maneþon byggði sögu sína meðal annars á listum yfir konunga Egyptalands sem hann hafði aðgang að í Neðra Egyptalandi. Konungalisti hans og umritanir hans á nöfnum konunga á grísku hafa mikið verið notaðir af egyptalandsfræðingum og eru enn hafðir til viðmiðunar. Konungalistinn varð grundvöllurinn að þeim rannsóknum á sögu Egyptalands hins forna sem hófust við ráðningu helgirúna Forn-Egypta á 18. öld. Maneþon hefur þekkt til verka Heródótosar og sumir hafa stungið upp á að hann hafi ætlað sér að bæta við verk gríska sagnaritarans og jafnvel reynt að samræma sögu sína frásögnum hans.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!