Ellefta konungsættin er í sögu Egyptalands konungsættin sem kom á fót Miðríkinu með sameiningu Efra og Neðra Egyptalands í eitt ríki. Fyrstu konungar þessarar ættar tilheyra því fyrsta millitímabilinu, en þeir síðustu Miðríkinu. Allir ríktu þeir í Þebu og ættin rekur sig til fylkisstjóra Þebu, „Intefs hins mikla, sonar Iku“.
Maneþon talar um sextán konunga sem ríkt hafi í 43 ár, en samtímaáletranir og Tórínópapýrusinn benda til þess að konungarnir hafi verið sjö og hafi ríkt í 143 ár.
Þekktir konungar
Eleventh Dynasty (Thebes only)
Nafn
|
Ártöl
|
Athugasemdir
|
Mentúhótep 1.
|
2134 f.Kr. – ??
|
Tepy-a „forfaðirinn“
|
Sehertavy Intef 1.
|
?? – 2118 f.Kr.
|
-
|
Úahank Intef 2.
|
2118 f.Kr. – 2069 f.Kr.
|
-
|
Naktnebtepnefer Intef 3.
|
2069 f.Kr. – 2061 f.Kr.
|
-
|
Nebhetepra Mentúhótep 2.
|
2061 f.Kr. – 2010 f.Kr.
|
-
|
Sankkara Mentúhótep 3.
|
2010 f.Kr. – 1998 f.Kr.
|
-
|
Nebtavyra Mentúhótep 4.
|
1998 f.Kr. – 1991 f.Kr.
|
-
|