Ptólemajaríkið Rómaveldi
Tuttugasta og fimmta konungsættin í Egyptalandi hinu forna kom frá borgríkinu Napata í Kús þaðan sem Píje lagði allt Egyptaland undir sig. Maneþon minnist hvorki á fyrsta konunginn, Píje, né þann síðasta, Tanútamon, en nægilegar heimildir eru fyrir tilveru þeirra beggja. Tuttugasta og fimmta konungsættin er síðasta konungsætt þriðja millitímabilsins.
Frá valdatíma Taharkas voru konungar þessarar ættar reknir æ lengra suður til Núbíu, fyrst af Assýringum og síðan af konungum tuttugustu og sjöttu konungsættarinnar. Afkomendur þeirra settust að í Núbíu þar sem þeir stofnuðu konungsríki í Napata (656 f.Kr. - 590 f.Kr.) og síðar í Meróe (590 f.Kr. - 4. aldar).