Tuttugasta konungsættin í Egyptalandi hinu forna var þriðja og síðasta konungsætt Nýja ríkisins. Hún var sett á stofn af Setnakte en helsti valdhafi tímabilsins var Ramses 3. sem tók sér Ramses 2. til fyrirmyndar.
Á tíma tuttugustu konungsættarinnar hófust skipuleg grafarrán í Dal konunganna og þurrkar og lágt vatnsborð Nílar ollu því að síðustu konungar ættarinnar voru nánast valdalausir. Í tíð Ramsesar 11. voru það í reynd prestar Amons í Þebu sem ríktu yfir Efra Egyptalandi og Smendes, stofnandi tuttugustu og fyrstu konungsættarinnar, yfir Neðra Egyptalandi.
Tímaás yfir tuttugustu konungsættina