Stirling (gelíska: Sruighlea, skoska: Stirlin) er borg í Skotlandi og höfuðstaður Stirling sveitarfélagsins. Í miðborg Stirlingar er vígi og gamall bær sem byggður var upp á miðöldum. Hún liggur við ána Forth. Árið 2017 voru íbúar Stirling um 38.000 manns og íbúar borgarsvæðisins tæp 50.000 manns. Vegna þess er hún smæsta borgin í Skotlandi og meira að segja eru nokkrir bæir í landinu stærri en Stirling.