Wikipedia:
Skoska, frjálsa alfræðiritið
Skoska (Scots) er vesturgermanskt, enskt tungumál sem talað er í láglöndum Skotlands og á Norðureyjum, ásamt hluta Norður-Írlands, þar sem hún nefnist ulster-skoska (Ulstèr-Scotch). Skoska er stundum nefnd lágskoska (skoska: Lallans; enska: Lowland Scots) til þess að greina hana frá skoskri gelísku, keltneskri tungu sem töluð er í skosku hálöndunum og á Suðureyjum.
Sumir telja skosku enska mállýsku en ekki aðgreint tungumál. Þetta er ágreiningsmál á meðal málvísindamanna.