Norður-England (e. Northern England, North of England eða the North) er ekki opinbert stjórnunarsvæði á Englandi, en er óformlegt samband sýslna sem eiga sameiginlega menningu og sögu. Suðurhluti svæðisins nær að ánni Trent og norðurhlutinn á landamæri að Skotlandi. Sögulega hefur eyjan Mön verið tengd svæðinu og að sumu leyti er hún það enn. Íbúar á Norður-Englandi eru um það bil 14,5 milljónir, og svæðið er 37.331 km² að flatarmáli.