Swansea (velska: Abertawe, fornnorræna: Sveinsey) er borg og sýsla í Wales. Hún er önnur þéttbyggðasta borg í Wales eftir Cardiff og er þéttbyggðasta sýsla í Wales eftir Cardiff og Rhondda Cynon Taff. Swansea er við sendna strönd í Suður-Wales. Á 19. öld var Swansea aðalmiðstöð kopariðnaðarins.
Árið 2016 var íbúafjöldi borgarinnar um það bil 245.500 manns.