Keane

Keane
Keane að leika á Rock im Park árið 2006
Keane að leika á Rock im Park árið 2006
Upplýsingar
UppruniAustur-Sussex, England
Ár1995 – í dag
StefnurPíanórokk
ÚtgáfufyrirtækiIsland
Interscope
Universal Music Group
Fierce Panda
Zoomorphic
MeðlimirTim Rice-Oxley
Tom Chaplin
Richard Hughes
Fyrri meðlimirDominic Scott
VefsíðaKeanemusic

Keane (borið fram [/ˈkiːn/]) er bresk píanórokkhljómsveit frá Battle í Austur-Sussex á Englandi. Hún var stofnuð árið 1994 sem The Lotus Eaters en árið 1997 var núverandi nafn tekið upp. Sveitina skipa þeir Tim-Rice Oxley (lagahöfundur, bassaleikari, píanóleikari), Tom Chaplin (söngvari) og Richard Hughes (trommari). Gítarleikarinn Dominic Scott yfirgaf hjómsveitina árið 2001. Keane er fræg fyrir að nota píanó sem aðal hljóðfæri í stað gítars og hefur þannig náð að skapa sér ákveðna sérstöðu gagnvart öðrum rokkhljómsveitum.[1] Árið 2006 byrjuðu þeir að nota brenglað píanóhljóð og nokkrar gerðir hljóðgervla.[2][3] Undanfarið hafa þeir notað hljóðfæri eins og banjó, fiðlur, saxófóna og kassagítar á ný.

Fyrstu tvær breiðskífur hljómsveitarinnar, Hopes and Fears og Under the Iron Sea, nutu mikilla vinsælda á Bretlandi og seldust mjög vel um allan heim. Fyrsta platan þeirra vann nokkur verðlaun og var söluhæsta plata Bretlands árið 2004. Önnur platan seldist í 222.000 eintökum fyrstu vikuna í júní 2006.[4] Í maí 2008 kusu lesendur tímaritsins Q bæði plötuna Hopes and Fears (#13) og Under the Iron Sea (#8) á meðal þeirra bestu í sögu Bretlands. Keane, Bítlarnir, Oasis og Radiohead voru einu hljómsveitirnar sem höfðu tvær eða fleiri plötur í tuttugu efstu sætunum.[5]

Saga

Stofnun sveitarinnar

Bróðir Tims Rice-Oxley — sem heitir líka Tom[6] — fæddist nokkrum mánuðum eftir fæðingu Toms Chaplin, sem fæddist þann 8. mars 1979. Tim og Tom urðu vinir, eins og móðar sínar.[6] Fáðir Tom var skólastjóri Vinehall School í Robertsbridge (í eigu fjölskyldu Toms) í 25 ára.[7] Þessi var skólinn sem allir þrír fóru í þangað til þeir voru 13 ára. Síðar fóru þeir í Tonbridge School, þar sem Tim og Dominic Scott hittust. Báðir þeirra komust að þeim líkaði vel við að spila tónlist (Tom hafði líka lært að spila þverflautu) en álitu ekki að þetta gæti verið starfsferill fyrir þá.[8]

Árið 1995, þegar Tim var að læra gráðu í fornfræði hjá háskólanum University College London, hann stofnaði rokkhljómsveit með Dominic, og bauð að Richard Hughes spilaði trommur.[3] The Lotus Eaters byrjaði að spila tónlist af uppáhaldshljómsveitum meðlimanna, til dæmis U2, Oasis og The Beatles, og æfði heima.

Árið 1997, bauð Chris Martin að Tim yrði meðlimur nýrrar hljómsveitar hans, Coldplay, þegar hann hlustaði á Tim að spila píanó um helgi í Virginia Water í Surrey. Hins vegar afþakkaði Tim af því hann vildi ekki skilja við The Lotus Eaters. Hann sagði hann væri að hugsa um að skilja við, en Keane væri nú þegar að byrja að spila og Coldplay vildi ekki hafa hljómborðsleikara.[3] Vegna boðs Chriss varð Tom meðlimur í hljómsveitinni árið 1997, en Richard og Dominic voru upprunalega andstæðir. Tom varð söngvari hljómsveitarinnar og Tim varð kassagítarleikari. Þegar Tom gekk í hljómsveitinni breytist nafnið úr The Lotus Eaters í Cherry Keane, eftir vini móður Toms sem hann og Tim kynntust þegar þeir voru ungir. Hún passaði strákana og sagði að þeir ættu að fylgja draumunum sínum.[9] Þegar hún dó sökum krabbameins ánafnaði hún fé handa fjölskyldu Toms. Tom sagði að hann notaði sum féð til að hjálpa hljómsveitinni. Bráðum eftir þessu styttist nafnið í Keane.[10]

Tom fór til Suður-Afríku í sumar ársins 1997 til að gerast sjálfboðaliði í eitt ár.[6] Reynsla sem hann fékk þar endurspeglaði í hljómsveitinni seinna þegar Keane tók þátt í herferðinni Make Poverty History. Þegar hann kom aftur einu ári síðar í júlí 1998, Richard sagði „við höfum gigg eftir tíu dögum“ þegar þeir fóru til að sækja Tom frá flugvellinum.[8] Með lögum að þeir höfðu skrifað þeir sjálfir á kránni Hope & Anchor í Islington þann 13. júlí 1998. Sama árið fór Tom í háskólanum í Edinborg til að læra gráðu í listasögu.[8] Síðar gaf hann gráðuna sína upp á bátinn og flutti til Londons til þess að fylgja sívirkum tónlistarferli með vinum sínum.[8][8] Eftir á þeir leikuðu í fyrstu, fóru þeir á ferðalagi um krána í London.

Plötur

Plata Gefið út Velgengni
Hopes and Fears (10. maí, 2004) Island #1 Bretland (8x platína)[11]
Under the Iron Sea (12. júní, 2006) Island #1 Bretland (2x platína)[12]
Perfect Symmetry (13. október, 2008) Island á ekki við

Heimildir

  1. Youngs, Ian. „Sound of 2004 winners: Keane“, bbc.co.uk, 07. ágúst 2008.
  2. „Keane explain their new sound“. NME.com. 28. mars 2006. Sótt 19. ágúst 2006.
  3. 3,0 3,1 3,2 Odell, Michael (1. maí 2004). „The Shore Thing (Annotated)“. Q. bls. 48–52. Afritað af uppruna á 13 október 2006. Sótt 24. maí 2007.
  4. „All The No.1 Albums, Keane - Under the Iron Sea. The Official UK Album Charts Company. Sótt 6. júlí 2007.
  5. „Keane official site: Biography“. Sótt 5. ágúst 2008.
  6. 6,0 6,1 6,2 Strangers, sjálfsævisaga um Keane á DVD.
  7. „Vinehall School History“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2007. Sótt 22. júlí 2007.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 Craic, Seamus (31. janúar 2006). Keane: The Band. Artnik. ISBN 1-903906-64-4.
  9. „Keane Edge“. The Irish Times. 2006. Sótt 19. ágúst 2006.[óvirkur tengill]
  10. Chapman, Tegan. „Keane man on success, songs and Steve Lamacq“, greatreporter.com, 13. janúar 2005.
  11. (24. febrúar 2006). Certified Awards Geymt 9 nóvember 2007 í Wayback Machine. bpi.co.uk. Skoðað 5. september 2007.
  12. (4. ágúst 2006). Certified Awards Geymt 9 nóvember 2007 í Wayback Machine. bpi.co.uk. Skoðað 5. september 2007.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!