Gunnlöð er dóttir Suttungs og var sett til að gæta skáldskaparmjaðarins af honum í Hnitbjörgum. Óðinn náði að heilla hana og fékk þrjá sopa fyrir þrjár nætur.[1] Nýtti hann sér það til að súpa úr öllum þremur ílátunum og flaug í burt með mjöðinn.
Erindi í Lokasennu hafa verið túlkuð svo að Bragi sé sonur Gunnlaðar og Óðins, en ekkert sagt skýrum orðum.