Gerður er dóttir jötunsins Gymis og kona Freys.[1] Í Völuspá hinni skömmu er móðir hennar sögð Aurboða og sonur Gerðar og Freys er Fjölnir.[2]
Hafði Freyr fallið fyrir henni þegar hann stalst til að fara í Hliðskjálf. Sendi hann Skírni til að fá hennar og vildi hún ekki nema hann léti sverð sitt í brúðargjöld.