Árni Baldvin Tryggvason (f. 19. janúar 1924 í Syðri-Vík á Árskógsströnd, d. 13. apríl 2023) var íslenskur leikari. Sonur hans er Örn Árnason leikari.
Árni var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1947 til 1961 og við Þjóðleikhúsið 1961 til 1991. Eftir það lék hann í sýningum í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Loftkastalanum.
Eitt eftirminnilegasta hlutverk hans var Lilli Klifurmús, í uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi.
Hann gaf út tvær plötur, árin 1971 og 1992.
Árni hlaut heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir frábært ævistarf í þágu leiklistar árið 2010.
Árni stundaði veiðar á trillu frá Reykjavík og Hrísey á sumrin.
Ævisagan Lífróður Árna Tryggvasonar leikara, kom út 1991.
Árni greindist með þunglyndi árið 2008.[1]
Hann lést árið 2023, 99 að aldri. Kona hans, Kristín Nikulásdóttir, lést ári áður. [2]
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
Tenglar
Heimildir
- ↑ „Barátta við þunglyndi“. www.mbl.is. Sótt 25. júlí 2021.
- ↑ Árni Tryggvason er látinn RÚV, sótt 14/4 2023