Sálfræði var fyrst kennd við Háskóla Íslands árið 1911 en ekki var um B.A.-nám að ræða. Kennslan var á vegum Heimspekideildar háskólans.
Bylting varð í sálfræðinámi á Íslandi þegar Ágúst H. Bjarnason fór ásamt Guðmundi Finnbogasyni til Danmerkur í nám við Hafnarháskóla. Ágúst varð prófessor í heimspekilegum forspjallsvísindum við Háskóla Íslands árið 1911 og samdi meðal annars fyrstu frumsömdu íslensku kennslubókina í sálfræði en bókin heitir Almenn sálfræði.
Kennsla til B.A.-prófs hófst ekki fyrr en árið 1971 og lög um sálfræðinga voru sett 1976. Það var ekki var fyrr en árið 2001 sem Háskóla Íslands útskrifaði fyrstu nemendurna sem lokið höfðu sérstöku framhaldsnámi í sálfræði til starfsréttinda, svonefndu Cand.psych.-prófi.
Sálfræðifélag Íslands var stofnað árið 1954.