Popp pönk er tónlistarstefna frá sem sem náði hve mestum vinældum á tíunda áratugnum. Popp pönk einkennist af einföldum hljómasamsetningum, hröðum takti, poppuðum melódíum og háværum gítörum.[1] Popp pönk á rætur sínar að rekja til pönksins á áttunda áratugnum en á einnig sameiginleg einkenni með jaðarrokki. Popp pönk vakti heimsathygli þegar hljómsveitirnar Green Day og The Offspring gáfu út plöturnar Dookie og Smash en samanlagt hafa þær selst í kringum 30 milljón eintaka.
Uppruni
Í byrjun áttunda áratugarins kom fram ný tónlistarstefna sem fékk viðurnefnið Pönk. Þessi nýja tónlistarstefna einkenndist af einfaldleika sem áður hafði ekki sést. Hún var hröð, hrá og talaði til fólksins. Hún fjallaði aðallega um samfélagið en var hún full af reiði og angist[2]. Hljómsvetin the Ramones var fyrst hjómsveita til þess að vera kennd við pönk.[3]The Ramones byrjuðu pönkið í Bandaríkjunnum en pönkið var hve áhrifamest í Bretlandi. Hljómsveitir eins og Sex Pistols og the Clash gagnrýndu samfélagið eins og það var í heimabæjum sínum og plöturnar Never mind the bollocks, here's the Sex Pistols með Sex Pistols og London Calling með the Clash eru sagðar vera einar af bestu plötum tónlistarsögunnar.[4] En hugtakið popp pönk var ekki notað fyrr en seinna þegar hljómsveitir eins og The Buzzcocks og Bad Religion komu fram. Tónlistin þeirra var með poppaðari melódíum en tónlist fyrri pönksveita en auk þeirra þá er Ramones stundum kölluð popp pönk sveit í dag.
Tíundi áratugurinn
Í kringum árið 1994 þá var popp pönk að verða vinsælla en áður. Fólk fór að laðast að einfaldleika pönksins eftir að grunge stefnan hafði verið yfirráðandi síðustu ár. Þar voru fremstar í flokki hljómsveitirnar Green Day og the Offspring. The Offspring og Green Day komu úr pönk senunni á Gilman stræti númer 924. Green Day varð fljótt vinsæl og eftir nokkurn tíma gerði hljómsveitin samning við plötufyrirtækið Reprise Records. Aðdáendur þeirra úr Gilmanstræti voru ekki sáttir við að þeir höfðu samið við svona stóran plötuútgefanda og kölluðu þau hljómsveitina „sell outs“ og bönnuðu henni að spila oftar á Gilmanstræti. Það gerðist einnig fyrir the Offspring. En þrátt fyrir það þá kom platan Dookie út og varð hún strax gífurlega vinsæl og af henni koma nokkur af þekktustu lögum Green Day eins og lögin Basket Case, Longview og When I Come Around. Platan hefur selst í um 20 milljónum eintaka um heim allan [5] . Sömu sögu má segja um the Offspring en plata þeirra, Smash kom út árið 1994. Þá höfðu þeir, ólíkt Green Day, ekki samið við stórt plötufyrirtæki og er Smash mest selda plata allra tíma sem gefin hefur verið út á sjálfstæðu plötufyrirtæki[6] . Smash innihélt lögin Come Out and Play og Self-Esteem sem eru ein af þekktustu lögum the Offspring. Auk Green Day og the Offspring komu fleiri hljómsveitir eins og Rancid og Weezer og voru áberandi í popp pönk stefnunni. Með popp pönkinu fylgdi svo önnur stefna sem var kölluð ska-pönk sem hefur flest einkenni popp pönks en þar eru notuð fleiri hljóðfæri[7] . Dæmi um þekktar ska-pönk sveitir eru No Doubt, Reel Big Fish og Sublime. En nú var popp pönk orðið vinsælt víðast hvar um heim og fylgdu Green Day og the Offspring plötum sínum eftir. Green Day gaf út Insomniac árið 1995 sem seldist í um 7 milljónum eintaka og the Offspring gaf út plötuna Americana árið 1998 en hún seldist í 9 milljónum eintaka. Árið 1997 kom út smáskífan Dammit eftir hljómsveitina Blink-182. Hún fékk ágæta spilun í útvarpi en sveitin átti eftir að verða meira áberandi seinna en árið 1999 kom plata þeirra Enema of the State út. Hún seldist í 14 milljónum eintaka um heim allan. Lögin þeirra What‘s My Age Again og All the Small Things voru vinsælust af henni. Hljómsveitin var mikið spiluð á MTV sem færði henni auknar vinsældir.
Vinsældir popp pönks dvínuðu á þessum árum en hljómsveitir stefnunnar héldu áfram að gefa út plötur. Green Day gaf út plötu þríleik á árunum 2012 og 2013. Plöturnar voru nefndar ¡UNO!, ¡DOS! og ¡TRÉ!. Blink-182 kom saman aftur eftir langa pásu og túraði um allan heim árin 2011-2013[10] . Fall Out Boy kom einnig aftur saman eftir pásu. Þeir gáfu til kynna árið 2013 að þeir ætluðu að gefa út plötu að nafni Save Rock and Roll og halda í tónleikaferðalag um heiminn.[11]The Offspring gaf út plötuna Days Go By árið 2012 og þeir voru aðal númerið á Soundwave tónlistarhátíðinni í Ástralíu ásamt Metallica og Linkin Park sumarið 2013[12]