Mótmælin í Poznań 1956

Mótmælin í Poznań

Mótmælin í Poznań 1956 voru fyrstu almennu mótmælin gegn kommúnistastjórn Alþýðulýðveldisins Póllands. Mótmæli verkamanna í verksmiðjum H. Cegielski – Poznań gegn slæmum aðbúnaði hófust 28. júní 1956. Þau voru barin niður af mikilli hörku.

Um 100.000 manns söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur öryggismálaráðuneytisins í Poznań. Mótmælendur hertóku opinberar byggingar í borginni. Daginn eftir sendi ráðuneytið 4 herdeildir með yfir 10.000 hermönnum til borgarinnar. Hundruð voru handtekin næstu daga og mótmælunum lauk eftir nokkur átök 30. júní. Talið er að 57 hafi látist í átökunum og 600 særst.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!