Um 100.000 manns söfnuðust saman fyrir utan skrifstofur öryggismálaráðuneytisins í Poznań. Mótmælendur hertóku opinberar byggingar í borginni. Daginn eftir sendi ráðuneytið 4 herdeildir með yfir 10.000 hermönnum til borgarinnar. Hundruð voru handtekin næstu daga og mótmælunum lauk eftir nokkur átök 30. júní. Talið er að 57 hafi látist í átökunum og 600 særst.