Vesturblokkin

Staða Evrópulanda í kalda stríðinu. Vesturblokkin er blálituð.

Vesturblokkin er hugtak sem notað var lauslega yfir aðildarríki NATO í kalda stríðinu, auk hlutlausra landa sem horfðu frekar til Vesturlanda en Sovétríkjanna og Austurblokkarinnar. Til Vesturblokkarinnar töldust þannig Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Bretland, Danmörk, Belgía, Holland, Frakkland, Portúgal, Lúxemborg, Vestur-Þýskaland og Ítalía. Tyrkland og Grikkland bættust í hóp NATO-ríkja árið 1952 og Spánn gerðist aðildarríki árið 1982. Lönd sem voru hlutlaus að nafninu til en töldust samt til Vesturblokkarinnar voru Svíþjóð, Írland og Austurríki.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!