Marcia Cross

Marcia Cross
Marcia Cross árið 2008
Marcia Cross árið 2008
Upplýsingar
FæddMarcia Anne Cross
25. mars 1962 (1962-03-25) (62 ára)
Fáni Bandaríkjana Marlborough, Massachusetts, USA
Ár virk1985 - nú
MakiRichard Jordan (1985-1993)
Tom Mahoney (2006-nú)
Börn2
Helstu hlutverk
Bree Van De Kamp í Desperate Housewives
Dr. Kimberly Shaw í Melrose Place

Marcia Cross (fædd 25. mars 1962) er bandarísk leikkona sem ef til vill er best þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives og Melrose Place. Fyrir leik sinn í fyrrnefndri þáttaröð hefur hún hlotið tilnefningar til þriggja Golden Globe verðlauna.

Cross hefur verið þekkt leikkona síðan á tíunda áratugi 20. aldar fyrir leik sinn sem Kimberly Shaw í Melrose Place, þar sem hún byrjaði í aukahlutverki en varð síðar ein af aðalleikurum seríunnar. Eftir að hlutverki hennar lauk í Melrose Place tók hún sér hlé frá leiklistinni um árabil og lauk mastersgráðu í sálfræði.

Cross átti í ástarsambandi við leikarann Richard Jordan frá árinu 1985 fram að andláti hans árið 1993. Hún hefur verið gift veðbréfasalanum Tom Mahoney frá árinu 2006 og með honum á hún tvíburadætur.

Æviágrip

Marcia Anne Cross fæddist þann 25. mars árið 1962 í smábænum Marlborough í Massachusettsfylki í Bandaríkjunum. Hún var annað barn hjónanna Janet og Mark Cross en eldri systir hennar, Ellen Cross, er þjóðþekkt söngkona. Móðir hennar starfaði kennari í grunnskóla en faðir hennar Mark vann sem framkvæmdastjóri hjá litlu fyrirtæki.[1] Cross uppgötvaði vilja sinn til að leika í æsku, og klæddi sig oft upp með vinkonum sínum og skipulagði leik- og söngsýningar.[2] Foreldrar Cross eru komnir af enskum kaþólikkaættum, og hefur hún iðkað trú sína að kaþólskum sið frá blautu barnsbeini.

Cross átti í löngu ástarsambandi með leikaranum Richard Jordan á níunda áratugi 21. aldar sem að var 25 árum eldri en hún. Sambandið endaði árið 1993 þegar að Jordan dó úr heilaæxli eftir langa baráttu við krabbamein. [3]

Í janúar árið 2006 hófst samband hennar við veðbréfasalann Tom Mahoney og þau voru saman í sex mánuði þangað til að hann bað hana um að giftast sér. Þau giftust þann 24. júní árið 2006 í kirkju í San Gabriel, Kalifornía fyrir framan 200 gesti. Tveimur mánuðum seinna fann Marcia það út að hún ætti von á barni í febrúar. Snemma í janúar árið 2007 þurfti Marcia að vera í rúminu mestallan daginn varúðarástæðum. Hún var þá í miðjunni að taka upp þriðju seríuna af Desperate Housewives og það þurfti að breyta söguþráðnum til þess að hún myndi ekki þurfa að vera í næstu þáttum. Hún tók meira segja upp eitt atriði í svefnherberginu sínu sem að var málað til þess að líta út eins og svefnherbergi Bree. Marcia eignaðist tvíburadætur sínar þann 20. febrúar árið 2007 stuttu fyrir 45. afmæli hennar. Marcia sneri aftur í vinnuna stuttu seinna og náði að leika í lokaþætti þriðju seríu Desperate Housewives. Í janúar 2009 greindist eiginmaður hennar með krabbamein og er enn hann að berjast við meinið.

Ferill

Fyrstu hlutverk

Marcia lærði leiklist við Juilliard-listaskólann í New York.[4] Leikferill hennar hófst árið 1984 þegar að hún fékk hlutverk í sápuópera The Edge of Night sem Liz Correll. Eftir það flutti hún frá New York til Los Angeles og fékk stuttu seinna hlutverk í sjónvarpsmyndum eins og „The Last Days of Frank and Jesse James“ með Johnny Cash og Kris Kristofferson í aukahlutverkum. Árið 1986 fékk hún hlutverk í dramaþáttaröðinni hjá ABC One Life To Live þar sem að hún lék Kate Sanders í eitt ár. [5] Árið 1991 lék hún aukahlutverk í þrettándu seríu Knots Landing þar sem að hún lék eiginkonu Bruce Greenwood en þegar að samningur hennar rann út var ákveðið að endurnýja hann ekki.[6]

Marcia Cross á Life Ball hátíðinni árið 2014.

Melrose Place

Árið 1992 var Marcia upprunalega ráðin í smá hlutverk í einn þátt í fyrstu seríu Melrose Place sem læknir sem að hét Dr. Kimberly Shaw. Framleiðendur þáttarins voru svo hrifnir af henni að þeir ákváðu að setja hana í fleiri þætti sem að leiddi til þess að hún varð ein af mörgum aðalpersónum þáttanna. Í annarri seríu komst það í ljós að karakter Cross var með sinnisveiki og hún varð fljótt aðal andstæðingur þáttanna. Karakterinn varð mjög vinsæll fyrir hversu brjálaða hluti sem að hún gerði í gegnum árin þar á meðal að stela barni, morðtilraunir og að sprengja húsaröðina þar sem að serían gerðist upp í loft upp í þriðju seríunni. [7] Árið 1997 eftir fimm ár að leika í Melrose Place hætti Marcia í þáttunum og hætti að leika í smá tíma. Þó að hún hafi tekið að sér nokkur aukahlutverk í sjónvarpsseríum þar á meðal Seinfeld, Ally McBeal og Spin City þá einbeitti Marcia sér helst að náminu sínu en hún var þá að ná sér í masters gráðu hjá Antioch háskóla í Los Angeles í sálfræði. Hún vann að hluta til sem nemi hjá sálfræðingi og fékk að vera sálfræðingur nokkra kúnna. [8]Á þeim tíma hafði hún íhugað að hætta að leika yfirhöfuð. Árið 2003 hélt Cross svo áfram að leika í fullu starfi með því að taka að sér hlutverk Lindu Abbot í þættinum Everwood. [9]

Desperate Housewives

Snemma á árinu 2004 fór Marcia í áheyrnaprufu fyrir nýjann þátt sem að hét Desperate Housewives. Marcia var valinn til að leika Bree Van De Kamp út úr stórum hóp af leikkonum en hlutverk hennar var eitt af fjórum aðalhlutverkum þáttarins. Í áheyrnaprufunum hafði Marcia farið í prufu fyrir hlutverk sögumannsins sem að fyrirfer sér í fyrsta þættinum en framleiðendur þáttanna báðu hana um að prófa líka fyrir Bree í staðinn. Þátturinn fór í gang um haustið seinna það ár og varð strax mjög vinsæll á meðal áhorfenda. Persónuleikinn sem að Marcia lék hét Bree Van De Kamp var húsfreyja sem að átti í skilnaðardeilum við eiginmann sinn og í erfiðu sambandi við börnin sín. Þátturinn er enn í gangi í dag og sjöunda serían er verið að sýna núna í sjónvörpum út um allan heim. Gagnrýnendur voru heillaðir upp úr skónum af leik Marciu í þáttunum enda hefur hún verið tilnefnd til þrenna Golden Globe verðlauna fyrir þættina og margra aðra í þokkabót. [10] [11] [12]

Önnur hlutverk

Marcia hefur leikið mjög oft á sviði þar á meðal í uppfærslum af La Ronde, Twelfth Night, or What You Will með leikfélaginu Hartford Stage Company og The Two Gentlemen of Verona með Old Globe leikfélaginu í San Diego. Þó að hún hafi leikið mest í sjónvarpsþáttum þá hefur hún leikið í nokkrum litlum kvikmyndum þar á meðal „Living in Fear“, „Always Say Goodbye“, „Dancing in September“, „Bad Influence“ og „Female Perversion“. Árið 2011 kemur svo út kvikmynd með henni í aukahlutverki sem að heitir „Bringing Up Bobby“.

Hlutverkalisti

Ár Nafn Hlutverk Glósur
1984 The Edge of Night Liz Correll Sápuópera
1985 Brass Victoria Willis Sjónvarpsmynd
1985–1986 One Life to Live Kate Sanders Sápuópera
1986 Pros & Cons Lynn Erskine Sjónvarpsmynd
1986 Tales From The Darkside Marie Alcott 1 þáttur
1986 The Last Days of Frank and Jesse James Sarah Hite Sjónvarpsmynd
1986 Another World Tanya Sápuópera
1988 Almost Grown Lesley Foley 1 þáttur
1989 Cheers Susan Howe 1 þáttur
1989 Just Temporary Amy Sjónvarpsmynd
1990 Bad Influence Ruth Fielding Aukahlutverk
1990 Storm and Sorrow Marty Hoy Sjónvarpsmynd
1990 Quantum Leap Stephanie Heywood 1 þáttur
1991–1992 Knots Landing Victoria Broyelard 21 þættir
1992 Murder, She Wrote Marci Bowman 1 þáttur
1992–1997 Melrose Place Kimberly Shaw 114 þættir
1996 Ripple Ali Stuttmynd
1996 Always Say Goodbye Anne Kidwell
1996 Female Perversions Beth Stephens Aukahlutverk
1996 All She Ever Wanted Rachel Stockman Sjónvarpsmynd
1997 Seinfeld Dr. Sara Sitarides 1 þáttur
1998 Target Earth Karen Mackaphe Sjónvarpsmynd
1999 Boy Meets World Rhiannon Lawrence 4 þættir
2000 Dancing in September Lydia Gleason Sjónvarpsmynd, aukahlutverk
2000 Profiler Pamela Martin 1 þáttur
2001 Living in Fear Rebecca Hausman
2001 CSI: Crime Scene Investigation Julia Fairmont 1 þáttur
2002 Eastwick Jane Spofford Prufuþáttur
2002 King of Queens Debi Aukahlutverk
2003–2004 Everwood Dr. Linda Abbott 18 þættir
2003 The Wind Effect Molly Stuttmynd
2004–present Desperate Housewives Bree Van de Kamp 159 þættir
  • 2005 Primetime Emmy (Besta leikkona í aðalhlutverki)
  • 2007 Golden Globe (Besta leikkona í sjónvarpsseríu aðalhlutverki)
  • 2006 Golden Globe (Besta leikkona í sjónvarpsseríu aðalhlutverki)
  • 2005 Golden Globe (Besta leikkona í sjónvarpsseríu aðalhlutverki)
  • 2009 SAG (Outstanding Ensemble in a Comedy series)
  • 2008 SAG (Outstanding Ensemble in a Comedy series)
  • 2007 SAG (Outstanding Ensemble in a Comedy series)
  • 2006 SAG (Outstanding Ensemble in a Comedy Series) Unnið
  • 2005 SAG (Outstanding Ensemble in a Comedy Series) Unnið
  • 2005 Television Critics Association verðlaun fyrir leikkonu
  • 2005 Satellite Award (Besta leikkona í sjónvarpsseríu aðalhlutverki)
  • 2006 Satellite Award (Besta leikkona í sjónvarpsseríu aðalhlutverki) Unnið
  • 2007 Prism Award (Besta leikkona í aðalhlutverki)
  • 2005 Prism Award (Besta leikkona í aðalhlutverki)
2009 Just Peck Cheryl Peck Aukahlutverk
2011 Bringing Up Bobby Mary Í eftirvinnslu

Heimildir

  1. http://www.filmreference.com/film/30/Marcia-Cross.html
  2. http://www.youtube.com/watch?v=pmR1lN9TLFI
  3. Dánartilkynningin hans, http://www.timesonline.co.uk/tol/life_and_style/health/features/article383944.ece[óvirkur tengill]
  4. http://www.imdb.com/name/nm0189220/bio
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2010. Sótt 22. desember 2010.
  6. http://www.superiorpics.com/marcia_cross/[óvirkur tengill]
  7. http://www.youtube.com/watch?v=xE0wARVF9PA
  8. http://www.youtube.com/watch?v=pmR1lN9TLFI
  9. http://www.superiorpics.com/marcia_cross/[óvirkur tengill]
  10. http://www.imdb.com/name/nm0189220/bio
  11. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. desember 2010. Sótt 22. desember 2010.
  12. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2010. Sótt 22. desember 2010.

Read other articles:

この項目では広島県の北広島町について説明しています。北海道の「北広島市」とは異なります。 画像提供依頼:鳴滝の画像提供をお願いします。(2021年10月) きたひろしまちょう 北広島町 壬生の花田植(無形文化遺産) 北広島町旗2005年10月20日制定 北広島町章2005年10月20日制定 国 日本地方 中国地方、山陽地方中国・四国地方都道府県 広島県郡 山県郡市町村コ...

 

اينديان هيد بارك   الإحداثيات 41°46′07″N 87°53′51″W / 41.7686°N 87.8975°W / 41.7686; -87.8975  تقسيم إداري  البلد الولايات المتحدة[1]  التقسيم الأعلى إلينوي  خصائص جغرافية  المساحة 0.94 ميل مربع  عدد السكان  عدد السكان 3802 4065 (1 أبريل 2020)[2]3809 (1 أبريل 2010)[3]&#...

 

Untuk orang lain dengan nama yang sama, lihat Meena Kumari (disambiguasi). Meena KumariMeena Kumari dalam film Yahudi (1958)LahirMahjabeen Bano(1933-08-01)1 Agustus 1933Meetawala Chawl, Dadar Timur, Kepresidenan Bombay, British India(hari ini bernama Mumbai, India)Meninggal31 Maret 1972(1972-03-31) (umur 38)Mumbai, Maharashtra, IndiaSebab meninggalSirosis hatiTempat pemakamanPemakaman Rahmatabad, Mumbai, MaharashtraKebangsaanIndiaNama lainTragedy Queen, Manju, Meenaji, Chinese ...

Ne doit pas être confondu avec Espèce menacée. Espèces menacées Brigitte Catillon dans une scène du film. Données clés Réalisation Gilles Bourdos Scénario Michel SpinosaGilles Bourdosd'après la nouvelle de Richard Bausch Acteurs principaux Alice IsaazVincent RottiersGrégory GadeboisSuzanne ClémentEric Elmosnino Sociétés de production Les Films du LendemainLes Films du Fleuve Pays de production France Belgique Genre Drame Durée 105 minutes Sortie 2017 Pour plus de détails...

 

انتخبوا الدكتور عبد الباسطمعلومات عامةتاريخ الصدور 1981اللغة الأصلية العربيةالبلد  مصرالطاقمالمخرج محمد عبد العزيزالكاتب وحيد حامدالبطولة عادل إماممديحة كاملسهير البابليتعديل - تعديل مصدري - تعديل ويكي بيانات أنتخبوا الدكتور سليمان عبد الباسط هو فيلم للفنان عادل إمام...

 

عامل نظافةCleaner (بالإنجليزية) معلومات عامةالصنف الفني جريمة، إثارةتاريخ الصدور 2008مدة العرض 88 دقيقةاللغة الأصلية الإنجليزيةالبلد الولايات المتحدةالطاقمالمخرج ريني هارلنالبطولة صامويل جاكسون، إد هاريس، إيفا ميندز، كيكي بالمر، لويس غوزمانالتصوير Scott Kevan (en) الموسيقى ريتشا...

Ця стаття є частиною Проєкту:Населені пункти України (рівень: невідомий) Портал «Україна»Мета проєкту — покращувати усі статті, присвячені населеним пунктам та адміністративно-територіальним одиницям України. Ви можете покращити цю статтю, відредагувавши її, а на стор...

 

Public university in Cebu, Philippines Cebu State College redirects here. Not to be confused with Cebu State College of Science and Technology. Cebu Normal UniversityUnibersidad Normal sa SugboFormer namesCebu Normal School (1902-1976)Cebu State College (1976-1998)MottoQuality with IntegrityTypePublic Coeducational Research State higher education institutionEstablished1902; 121 years ago (1902)AccreditationAACCUP ISO 9001:2015 Quacquarelli SymondsPresidentDr. Daniel A. Arias...

 

La reacción de Atherton-Todd es una reacción conocida en química orgánica, que se remonta a los químicos británicos F. R. Atherton, H. T. Openshaw y A. R. Todd. Estos describieron la reacción por primera vez en 1945 como un método para convertir fosfitos de dialquilo en clorofosfatos de dialquilo.[1]​ Sin embargo, estos clorofosfatos de dialquilo formados, a menudo son demasiado reactivos para aislarse. Por esta razón, la síntesis de fosfatos o amidofosfato puede seguir la rea...

Pre-Islamic poet-knight Antarah ibn Shaddad is the hero of a popular medieval Arabic romance. Arabic epic literature encompasses epic poetry and epic fantasy in Arabic literature. Virtually all societies have developed folk tales encompassing tales of heroes. Although many of these are legends, many are based on real events and historical figures. Popular epic Main article: Sīra shaʿbiyya Taghribat Bani Hilal is an Arabic epic recounting the Banu Hilal's journey from Egypt to Tunisia and co...

 

Garnet mineral MajoriteGeneralCategoryNesosilicatesFormula(repeating unit)Mg3(MgSi)(SiO4)3IMA symbolMaj[1]Strunz classification9.AD.25Crystal systemCubicCrystal classHexoctahedral (m3m) H-M symbol: (4/m 3 2/m)Space groupIa3d or tetragonal I41/a for pure MgSiO3Unit cella = 11.52 Å; Z = 8IdentificationColorPurple, pale yellowish brown, colorlessCrystal habitMicrocrystalline aggregates; acicular to equant grains in narrow veinletsCleavageNoneMohs scale hardness7-7.5Luster...

 

United States historic placeSodom SchoolhouseU.S. National Register of Historic PlacesPennsylvania state historical marker Show map of PennsylvaniaShow map of the United StatesNearest cityLewisburg, PennsylvaniaCoordinates40°57′57″N 76°49′38″W / 40.96583°N 76.82722°W / 40.96583; -76.82722Area3 acres (1.2 ha)Built1835Architectural styleOctagon ModeNRHP reference No.74001799 [1]Significant datesAdded to NRHP12 February 1974Designat...

King of Hungary SamuelDepicted in the Illuminated ChronicleKing of HungaryReign1041–1044PredecessorPeterSuccessorPeterBornbefore 990 or c. 1009Died5 July 1044BurialAbasár, HungaryHouseHouse of AbaReligionPagan or Judaism then Roman Catholicism Samuel Aba (Hungarian: Aba Sámuel; before 990 or c. 1009 – 5 July 1044) reigned as King of Hungary between 1041 and 1044. He was born to a prominent family with extensive domains in the region of the Mátra Hills. Based on reports in the Gest...

 

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Emergency medical dispatcher – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (May 2019) (Learn how and when to remove this template message) The examples and perspective in this article deal primarily with the United States and Canada and do not represent a world...

 

Nicander (Greek: Νίκανδρος, reigned from c. 750 to c. 725 BC) was king of Sparta and a member of the Eurypontid dynasty. Sparta was a dyarchy, having two kings at the same time, an Agiad and a Eurypontid. The Agiad king at the time of Nicander was Teleclus, who was allegedly assassinated by the neighbouring Messenians. Nicander was the son of the previous Eurypontid king, Charilaus and was succeeded as Eurypontid king by his own son, Theopompus of Sparta. [1] As king, Nicande...

Typeface Prestige EliteCategoryMonospacedDesigner(s)Clayton SmithFoundryIBMSample Prestige Elite, also known simply as Prestige or Elite, is a monospaced typeface. It was created by Clayton Smith in 1953 for IBM. Along with Courier, it was extremely popular for use in electric typewriters, especially the IBM Selectric. Unlike Courier, however, its popularity has not extended into the computer age; while versions of Prestige Elite fonts can be purchased for computer use from several digital fo...

 

British campaign medal This article is about the campaign medal given by the United Kingdom. For similar subjects, see Crimea Medal (disambiguation). AwardCrimea MedalObverse and reverse of the medal.TypeCampaign medalAwarded forCampaign service.DescriptionSilver disc, 36mm diameter.Presented by United Kingdom of Great Britain and IrelandEligibilityBritish forces.Campaign(s)Crimean War.Clasps Alma Inkerman Balaklava Sebastopol Azoff Established15 December 1854Total275,000[1]Ribbo...

 

This biography of a living person needs additional citations for verification. Please help by adding reliable sources. Contentious material about living persons that is unsourced or poorly sourced must be removed immediately from the article and its talk page, especially if potentially libelous.Find sources: Jabbar Patel – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (September 2014) (Learn how and when to remove this template message) Indian film direc...

Dutch painter Pieter LastmanBorn1583 (1583)Died1633 (aged 49–50)AmsterdamResting placeOude KerkNationalityDutchKnown forBeing the teacher of RembrandtStyleBiblical landscapes Pieter Lastman, The Angel Raphael Takes Leave of Old Tobit and his Son Tobias[1] Pieter Lastman (1583–1633) was a Dutch painter.[1] Lastman is considered important because of his work as a painter of history pieces and because his pupils included Rembrandt and Jan Lievens.[2] In his...

 

Indian Harynavi language film industry based in Haryana, India This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Haryanvi cinema – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (March 2019) (Learn how and when to remove this template message) Indian cinema Assamese (Jollywood) Badaga Bengali (Tollywood) Bhojpuri...

 

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!