Hér fyrir neðan er eftirfrandi listi yfir alla Vina-þætti úr sjónvarpsþáttaröðinni Vinum eða Friends eins og það heitir á móðurmálinu. Þættirnir fjalla um sex vinir sem búa og vinna í New York borg: Rachel Green, Monica Geller, Phoebe Buffay, Joey Tribbiani, Chandler Bing og Ross Geller en þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer fara með hlutverk þeirra. Framleiddar voru 10 seríur af Vinum og innihéldu þær samanlagt 236 þætti sem hófu göngu sína árið 1994 og tóku enda tíu árum síðar árið 2004. Þáttaröðun var búin til af þeim David Crane og Mörtu Kauffman og var framleidd af Bright/Kauffman/Crane fyrirtækinu í samstarfi við Warner Bros. Hver þáttur er um það bil 22 mínútur í lengd og ásamt auglýsingum voru þeir sýndir í hálftíma á NBC sjónvarpsstöðinni þó að í sjöundu seríu voru framleiddir nokkrir „ofur-langir“ þættir sem með viðbættum auglýsingum voru sýndir í 40 mínútur til þess að keppa við sjónvarpsþáttinn Survivor sem sýndur var á sama tíma.
Allir þættirnir voru teknir upp í tökuverum Warner Bros í Kaliforníu þó að þeir gerist í New York borg en lokaþáttur fjórðu seríu, Þessi með brúðkaupinu hans Ross, var tekinn upp í London þar sem hann á sér stað. Allar seríurnar hafa verið gefnar út á mynddiski.
Yfirlit
Þáttaröð |
Þættir |
Tímabil |
Sýning fyrsta þátts |
Sýning lokaþátts |
Útgáfa á mynddiski (BNA)
|
|
1
|
24
|
1994 – 1995
|
22. september 1994
|
18 maí 1995
|
30. apríl 2002
|
|
2
|
24
|
1995 – 1996
|
21. september 1995
|
16. maí 1996
|
3. september 2002
|
|
3
|
25
|
1996 – 1997
|
19. september 1996
|
15. maí 1997
|
1. apríl 2001
|
|
4
|
24
|
1997 – 1998
|
25. september 1997
|
7. maí 1998
|
15. júlí 2003
|
|
5
|
24
|
1998 – 1999
|
24. september 1998
|
20. maí 1999
|
4. nóvember 2003
|
|
6
|
25
|
1999 – 2000
|
23. september 1999
|
18. maí 2000
|
27. janúar 2004
|
|
7
|
24
|
2000 – 2001
|
5. október 2000
|
17. maí 2001
|
6. apríl 2004
|
|
8
|
24
|
2001 – 2002
|
27. september 2001
|
16. maí 2002
|
9. september 2004
|
|
9
|
24
|
2002 – 2003
|
26. september 2002
|
15. maí 2003
|
8. mars 2005
|
|
10
|
18
|
2003 – 2004
|
25. september 2003
|
6. maí 2004
|
15. nóvember 2005
|