Henan

Landakort sem sýnir legu Henan héraðs í miðhluta Kína.
Kort af legu Henan héraðs í miðhluta Kína.

Henan (kínverska: 河南; rómönskun: Hénán) er landlukt hérað í miðhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Það teygir sig um 480 kílómetra frá norðri til suðurs og 560 km austurs til vesturs þar sem það er breiðasta. Það afmarkast í norðri af héruðunum Shanxi og Hebei, í austri af Shandong og Anhui, í vestri af Shaanxi og suður af Hubei.

Þrátt fyrir að nafnið Henan þýði „suður af fljótinu“ þá skiptir Gulafljót héraðinu í tvo ójafna hluta – einn sjötti hluti þess er norðanmegin og fimm sjöttu liggja sunnan fljótsins.

Henan nær yfir 167.000 ferkílómetra svæði. Það er stóra hluti hinnar frjósömu og þéttbýlu Norður-Kína sléttu.

Árið 2010 var Henan er þriðja fjölmennasta hérað Kína með yfir 94 milljónir íbúa. Væri Henan land yrði það 14. fjölmennasta land heims.

Zhengzhou, höfuðborg héraðsins, liggur í norðurhluta Henan á þeim stað þar sem Norður-suður Peking-Guangzhou járnbrautin liggur yfir fljótið og mætir Longhai járbrautalínunni sem liggur frá austri til vesturs. Kaifeng, fyrrum höfuðborg, er staðsett um það bil 75 kílómetra til austurs.

Oft vísað til Henan sem Zhongyuan eða Zhongzhou, sem þýðir bókstaflega „miðlétta“ eða „miðland“, þó að nafninu sé einnig beitt á allt Kína. Héraðið er talin vagga kínverskrar menningar, með yfir 3.000 ára skráða sögu og var menningarleg, efnahagsleg og pólitísk miðstöð Kína þar til fyrir um það bil 1.000 árum.

Í Henan eru margir minjastaðir, svo sem rústir höfuðborgar Shang-keisaraveldins (um 1550-1045 f.Kr.), Yin borgarinnar og Shaolin musterisins. Fjórar af hinum átta fornu höfuðborgum Kína, (Luoyang, Anyang, Kaifeng og Zhengzhou) eru í Henan héraði. Þar á meðal er höfuðstaður héraðsins, Zhengzhou.

Hinar hægu, mjúku hreyfingar, hugleiðsla og öndunartækni Tai chi á upphaf sitt í Chen Jia Gou þorpinu í Henan.

Henan er efnahagslega talið eitt af minna þróuðu svæðunum Kína. Hagkerfið byggir á landbúnaði, stóriðju á borð við ál- og kolaframleiðslu, auk ferðaþjónustu og smásölu. Hátækniiðnaður og þjónustugeirinn er fremur vanþróaður.

Myndir

Tenglar


Heimildir


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!