Hafnarstræti 18 betur þekkt sem Tuliniusarhús stendur í innbænum gegnt Höepfnershúsi, milli þeirra rann Búðarlækurinn til sjávar brúaður af Hafnarstræti[1]. Það var kaupmaðurinn Otto F. Tulinius sem byggði Tuliniusarhús árið 1902 og hönnuðir voru Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnarsson[2]. Húsið var nýtt sem verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús. Árið 1940 var það hertekið af Bretum [3]. Húsið var friðað Í B-flokki af bæjarstjórn Akureyrar þann 4. október 1977