Borgarnes er bær á samnefndu nesi við Borgarfjörð. Íbúafjöldi er 2.147 (2024)[1] og er bærinn kjarni sveitarfélagsins Borgarbyggðar og þjónustumiðstöð fyrir nágrannasveitirnar auk þess að vera vinsæll áningarstaður ferðafólks. Þótt Borgarnes standi við sjó er þar nær engin útgerð stunduð í dag. Áður fyrr voru þó gerð út skipin Hvítá og Eldborg sem var aflahæst á síld nokkrar vertíðir.
Bærinn var upphaflega í Borgarhreppi en varð að sérstökum hreppi, Borgarneshreppi, árið 1913. Hinn 24. október1987 varð hreppurinn formlega að bæjarfélagi undir heitinu Borgarnesbær.