Auðkúluhreppur

Auðkúluhreppur

Auðkúluhreppur var hreppur norðan Arnarfjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Auðkúlu. Hreppurinn var sameinaður Þingeyrarhreppi 1. apríl 1990 og hefur verið hluti af Ísafjarðarbæ frá 1996.

Tvær kirkjur voru í hreppnum, á Hrafnseyri og Álftamýri, en Álftamýrarkirkja skemmdist í ofviðri 1966 og var sóknin þá lögð niður og sameinuð Hrafnseyrarsókn. Þessar jarðir voru í Auðkúluhreppi árið 1858:

  • Hokinsdalur
  • Laugaból
  • Horn
  • Skógar
  • Kirkjuból
  • Ós
  • Dynjandi
  • Borg
  • Rauðstaðir
  • Hjallkárseyri
  • Gljúfurá
  • Karlstaðir
  • Rafnseyri, Rafnseyrarhús
  • Auðkúla
  • Tjaldanes
  • Bauluhús
  • Álftamýri
  • Stapadalur
  • Hrafnabjörg
  • Lokinhamrar

Heimild

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!