Alar Karis

Alar Karis
Alar Karis árið 2022.
Forseti Eistlands
Núverandi
Tók við embætti
11. október 2021
ForsætisráðherraKaja Kallas
Kristen Michal
ForveriKersti Kaljulaid
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. mars 1958 (1958-03-26) (66 ára)
Tartu, Eistlandi
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiSirje Karis ​(m. 1977)
Börn3
HáskóliEistneski lífvísindaháskólinn

Alar Karis (f. 26. mars 1958) er eistneskur sameindaerfðafræðingur, þróunarlíffræðingur, embættismaður og stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Eistlands frá 11. október 2021.[1][2]

Starfsferill

Karis fæddist í Tartu þann 26. mars 1958[3][4] og er sonur grasafræðingsins Harry Karis.[5] Hann útskrifaðist úr Eistneska landbúnaðarháskólanum árið 1981 og varð árið 1999 prófessor við Háskólann í Tartu.[4]

Karis var rektor Eistneska lífvísindaháskólans frá 2003 til 2007, rektor Háskólans í Tartu frá 2007 til 2012, ríkisendurskoðandi Eistlands frá 2013 til 2018 og safnstjóri Þjóðminjasafns Eistlands frá 2018 til 2021.[1][6]

Forsetakosningarnar 2021

Í ágúst 2021 hafði forseti eistneska þingsins, Jüri Ratas, samband við Karis til að bjóða honum tilefningu til embættis forseta Eistlands í forsetakosningum næsta haust.[7] Karis þáði tilnefninguna[8] og framboð hans var í kjölfarið stutt af báðum aðildarflokkum ríkisstjórnarinnar, Umbótaflokknum[9] og Miðflokknum.[10] Þann 31. ágúst 2021 var Karis kjörinn forseti Eistlands með 72 atkvæðum á eistneska þinginu, sem nam tveimur þriðju atkvæðanna.[2][11] Hann tók við embættinu þann 11. október 2021.[2]

Kosningarnar leiddu til gagnrýni og krafa um umbætur á kosningakerfinu þar sem engir mótframbjóðendur gegn Karis höfðu verið í framboði.[12][13][14] Í sigurræðu sinni eftir kosningarnar vísaði Karis til „ólgu sem umvefði forsetakjörið“ og biðlaði til þingsins að endurskoða hvernig forsetinn væri kjörinn, til dæmis með því að skipa stærra kjörmannaráð, auðvelda útnefningar á frambjóðendum eða jafnvel skipta yfir í beinar kosningar.[15]

Einkahagir

Alar Karis hefur verið kvæntur Sirje Karis frá árinu 1977. Hann á með henni þrjú börn og fimm barnabörn.[16] Auk eistnesku talar Karis ensku og rússnesku reiprennandi. Karis hefur þó viðurkennt að hann sé kominn úr æfingu í rússnesku þar sem hann hafi ekki þurft að tala það tungumál lengi.[17]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „CV: Alar Karis“. www.etis.ee. Sótt 13. mars 2021.
  2. 2,0 2,1 2,2 Tambur, Silver (31. ágúst 2021). „Alar Karis elected president of Estonia“. Estonian World (bresk enska). Sótt 31. ágúst 2021.
  3. „CV: Alar Karis“. www.etis.ee. Sótt 13. mars 2021.
  4. 4,0 4,1 ERR, ERR News | (30. ágúst 2021). „Who is Estonia's next president Alar Karis?“. ERR (enska). Sótt 31. ágúst 2021.
  5. Eesti Entsüklopeedia 14, bls. 142. Tallinn 2000. ISBN 9985-70-064-3 (eistneska)
  6. „Potential presidential candidate: Smart and educated nation key to future“. ERR (enska). 19. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 19. ágúst 2021. Sótt 22. ágúst 2021.
  7. „Riigikogu speaker asks museum director to consider running as president“. ERR (enska). 17. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 17. ágúst 2021. Sótt 22. ágúst 2021.
  8. „Museum director says 'yes' in answer to presidential bid offer“. ERR (enska). 18. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 18. ágúst 2021. Sótt 22. ágúst 2021.
  9. ERR, ERR | (19. ágúst 2021). „Reform Party Riigikogu group supports Karis as presidential candidate“. ERR (enska). Sótt 22. ágúst 2021.
  10. „Center joins Reform in support for Alar Karis presidential candidacy“. ERR (enska). 22. ágúst 2021. Afrit af uppruna á 22. ágúst 2021. Sótt 22. ágúst 2021.
  11. ERR, ERR News, ERR | (31. ágúst 2021). „Alar Karis elected President of Estonia“. ERR (enska). Sótt 31. ágúst 2021.
  12. „Estonia on presidential election day as Karis stays sole candidate“. Baltic News Network - News from Latvia, Lithuania, Estonia (bandarísk enska). 30. ágúst 2021. Sótt 8. janúar 2022.
  13. „Estonia faces prospect of an election with only one candidate“. euronews (enska). 28. ágúst 2021. Sótt 8. janúar 2022.
  14. Tanner, Jari (28. ágúst 2021). „Only one candidate in Estonia presidential election“. CTVNews (enska). Sótt 8. janúar 2022.
  15. ERR, Alar Karis, president of Estonia | (11. október 2021). „Karis: I intend to be a balancer above all, and if necessary, a mediator“. ERR (enska). Sótt 8. janúar 2022.
  16. ERR, ERR | (24. september 2021). „First lady Sirje Karis not planning on moving out of Tartu home yet“. ERR (enska). Sótt 30. nóvember 2022.
  17. „VIDEO | Vaata, kuidas saab Eesti valitud president hakkama venekeelsete küsimustega“.


Fyrirrennari:
Kersti Kaljulaid
Forseti Eistlands
(11. október 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!