Á yngri árum lék Ólafur körufuknattleik með Haukum í Hafnarfirði og seinna þjálfaði hann liðið í Úrvalsdeild. Sem leikmaður lék hann 109 leiki í Úrvalsdeild og skoraði 1061 stig.[3] Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 1988 og bikarmeistari 1985 og 1986.
Landsliðið
Ólafur lék 7 leiki fyrir landslið Íslands í körfubolta á milli 1985 og 1986.[4]
Ólafur varð bráðkvaddur í Geneva í Sviss, fimmtugur að aldri, þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World, Alþjóða Körfuknattleikssambandsins.[6][7]