Trostansfjörður er fremur stuttur fjörður, sem gengur til suðausturs inn úr Arnarfirði og er einn af Suðurfjörðum.
Fjörðurin er sunnan við Geirþjófsfjörð og austan við Reykjafjörð. Samnefndur bóndabær í firðinum er nú í eyði. Það eru um fjórir kílómetrar frá Ófærunesi þar sem Trostansfjörður mætir Geirþjófsfirði inn í fjarðarbotn, og er fjörðurinn tveir og hálfur kílómeter á breidd. Austanmegin í firðinum er Norðdalur birki vaxinn en þar er einnig áberandi mikið af reyni.
Trostansfjörður hefur ævinlega var nefndur Trosnasfjörður af seinni tíma Arnfirðingum og er nafnið sennilega af keltneskum uppruna, líklega dregið af nafninu Drostan sem var keltneskur trúarleiðtogi sem var einkum dýrkaður á Austur–Skotlandi til forna.