Birki er ættkvísljurta af birkiætt sem vaxa víða um norðurhveljarðar. Birki er skylt elri (ölur) og hesli sem teljast einnig til birkiættar. Birkitegundum er skipt í fimm undirættkvíslir.
Birkið er auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og ljósum pappírskenndum berki.
Birki á Íslandi
Á Íslandi eru tvær birkitegundir innlendar og jafnframt mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru: ilmbjörk (birki í daglegu tali) og fjalldrapi. Ilmbjörkin er eina innlenda tré landsins sem myndar skóga. Við landnám er talið að allt að þriðjungur Íslands hafi verið þakinn birkiskógi.
Talið er líklegt að vaxtarlag birkiskóga hafi breyst frá landnámi vegna búskaparhátta og gangið hafi verið á birkiskóga svo skógarleifar eru núna kræklóttar hríslur. Fjalldrapi getur æxlast við birki og nefnist blendingurinn skógviðarbróðir en hann er kræklóttur runni. Árið 1987 hófust birkikynbætur á Íslandi og var markmið að rækta beinvaxin há þróttmikið birkitré og endurheimta forna reisn íslenska birkisins.
Birki sem er helst þekkt á Íslandi;
Ath: í mörgum Amerískum heimildum er B. pendula og B. pubescens víxlað, þrátt fyrir að þetta séu aðskildar tegundir með mismunandi litningatölu. En sá ruglingur kemur upphaflega frá Linné sjálfum, en hann setti tegundirnar undir nafnið B. alba
Betula cordifolia — (austur Kanada, Vötnunum Miklu, Norðaustur Bandaríkin)
Betula glandulosa — Hlíðadrapi, (Kirtilbjörk) (Síbería, Mongólía, austast í Rússlandi, Alaska, Kanada, Grænland, fjöll vestur Bandaríkjanna og Nýja England, Adirondacks)