Sögur af sviðinu er íslensk söngleikjaplata með Selmu og Hönsu frá árinu 2002.
Framleiðsla
Samstarf Selmu og Hönsu hófst árið 1998 þegar þær léku saman í söngleiknum Grease. Árið 2001 ákváðu þær að halda jólatónleika í Vesturporti og Borgarleikhúsinu með eingöngu söngleikjalögum. Tónleikarnir heppnuðust svo vel að Skífan sýndi verkefninu áhuga og vildi gefa út geisladisk með þessum lögum í flutningi þeirra.[1]
Gagnrýni
Sögur af sviðinu fékk góða dóma frá gagnrýnendum þar á meðal frá Sveini Halldórssyni hjá Morgunblaðinu sem sagði að á plötunni hefði „ekki verið kastað til höndum heldur unnið markvisst að því að finna hverju sígildu lagi þann búning sem hendtaði flytjendum best án þess að falla í þann farveg að endurtaka gamlar klisjur í útsetningunni.”[2]
Lagalisti
- I Know Him So Well
- Can't Help Loving that Man of Mine
- Send in the clowns
- Over the Rainbow
- Anything You Can Do
- Two Ladies
- Out Here on My Own
- Is it Okay If I Call You Mine?
- Take Me or Leave Me
- Find out What They Like
- Class
- Ne Me Quitte Pas
- Því ást mín er öll hjá þér
- Gettu hver hún er?
Heimildir
- ↑ (19. október 2002), Aldrei liðið betur, DV
- ↑ Sveinn Halldórsson (12. október 2002), Lög fyrir lágnættið], Morgunblaðið