Ridley Scott

Sir Ridley Scott
Ridley Scott
Ridley Scott
Upplýsingar
FæddurRidley Scott
30. nóvember 1937 (1937-11-30) (87 ára)
Ár virkur1977 -

Sir Ridley Scott (fæddur 30. nóvember 1937) er breskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þekktustu myndir hans eru Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Einkalíf

Ridley fæddist í South Shields, Tyne and Wear, og ólst upp í herfjölskyldu. Faðir hans var liðsforingi í Corps of Royal Engineers og eldri bróðir hans, Frank, hóf störf í breska kaupskipaflotanum þegar Ridley var enn ungur og höfðu þeir mjög lítið samband sín á milli. Á þessum tíma flutti fjölskylda hans oft og var aðsetur þeirra meðal annars í Cumbria, Wales og Þýskalandi. Eftir seinni heimstyrjöldina flutti fjölskyldan aftur á heimaslóðir sínar í Norðaustur-Englandi og settist að lokum að í Teesside (þar sem atvinnuhúsnæði var seinna notað í atriðum í Blade Runner). Honum finnst gaman að horfa á kvikmyndir, og uppáhaldsmyndir hans eru Lawrence of Arabia, Citizen Kane og Sjö samúræjar.[1]

Fjölskylda

Fimm meðlimir Scott-fjölskyldunnar eru leikstjórar, og allir vinna þeir fyrir Ridley Scott Associates (RSA).[2] Bróðir hans, Tony, er vinsæll kvikmyndaleikstjórii; synirnir, Jake og Luke, eru auglýsingaleikstjórar sem og dóttir hans, Jordan. Jake og Jordan vinna bæði í Los Angeles og Luke er staðsettur í London.

Núverandi sambýliskona hans er leikkonan Giannina Facio sem hefur leikið í öllum myndum hans síðan hann gerði White Squall, að undanskilinni American Gangster. Ridley býr ýmist í London, Frakklandi eða Los Angeles. Hann var sleginn til riddara af Bretadrottningu árið 2003.[3]

Nám

Scott stundaði nám frá 1954 til 1958 við Grangefield Grammar School, Stockton og seinna meir við West Hartlepool College of Art, þar sem hann útskrifaðist með diplóma í hönnun. Hann lauk M.A.-gráðu í grafískri hönnun við Royal College of Art þar sem hann nam frá 1960 til 1962. Við RCA þá vann hann við skólablaðið, ARK og hjálpaði við að mynda kvikmyndadeildina. Fyrir seinasta verkefni sitt bjó hann til svarthvíta stuttmynd, Boy and Bicycle, þar sem, Tony Scott, og faðir hans léku hlutverk. Sjónræni hluti myndarinnar varð mikilvægur hluti af vinnu Scotts í framtíðinni. Myndin var gefin út sem aukaefni á The Duellists DVD-disknum.

Upphaf ferilsins

BBC

Scott fékk vinnu sem lærlingur í leikmyndahönnun hjá BBC eftir útskriftina árið 1963, sem leiddi til vinnu við hinn vinsælan sjónvarpsþátt Z-Cars og vísindasöguseríuna Out of the Unknown. Eftir að hafa komist inn hjá BBC endurgerði Scott Paths of Glory sem stuttmynd. Ridley vann sem hönnuður við aðra þáttaröð Doctor Who og The Daleks. Hjá BBC bauðst Scott að taka þátt í leikstjórnarverkefni og áður en hann yfirgaf fyrirtækið leikstýrði hann þætti af Z-Cars, Softly, Softly, og ævintýraseríunni Adam Adamant Lives!.

Scott yfirgaf BBC árið 1968 og stofnaði framleiðslufyrirtækið, Ridley Scott Associates (RSA), þar sem hann vann með Alan Parker, Hugh Hudson, Hugh Johnson og réði líka Tony. Hann gerði sjónvarpsauglýsingar í Bretlandi á áttunda áratugnum, þar á meðal 1974 Hovis-auglýsinguna, „Bike Round“ (Symphony No. 9), sem var tekin upp í Shaftesbury, Dorset.

The Duellists

The Duellists frá árinu 1977 var fyrsta kvikmynd Ridley Scott í fullri lengd. Hún var framleidd í Evrópu og vann verðlaun sem besta frumraun á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Myndin gerist í Napóleonsstríðunum þar sem tveir franskir húsaraliðsforingjar, D'Hubert og Feraud (leiknir af Keith Carradine og Harvey Keitel), rífast yfir litlu slysi sem magnast með árunum, sem flækist saman við stærri baráttu sem gefur bakgrunninn í myndinni. Myndinni hefur verið hrósað fyrir sögulega rétta búninga og atferli hersins, sem og nákvæmni varðandi nítjándu aldar skylmingatækni, sem var þróuð af brelluhöfundinum William Hobbs.

Alien

Scott hafði upprunalega ætlað að kvikmynda óperuna , Tristan og Ísold, en eftir að hafa séð Stjörnustríð: Ný von, þá var hann ákveðinn í að búa til mynd sem væri miklu stærri og með vel gerðum tæknibrellum. Þess vegna samþykkti hann að leikstýra Alien, hinni byltingarkenndu hryllings-/vísindaskáldsögumynd frá 1979 sem gerði hann heimsfrægan. Myndin var að mestu tekin upp árið 1978, en framleiðsluhönnun hans og hið sjónræna andrúmsloft, og áhersla myndarinnar á raunsæi í staðinn fyrir kvikmyndahetju hefur gefið Alien varanlegt aðdráttarafl. Þó að Scott haf ekki leikstýrt framhaldsmyndunum Alien, var hann hluti af endurútgáfunni frá 2003 með viðtölum og kynningum. Á þessum tíma þá hafði Scott gefið til kynna að hann hefði hafið samræður um að gera fimmtu og síðustu Alien-myndina. Í viðtali árið 2006 sagðist hann hins vegar ósáttur með Alien: The Director's Cut, þar sem honum fannst upprunalega útgáfan gallalaus og aukasenurnar voru aðeins til þess að auka söluna á myndinni.[4]

Blade Runner

Eftir að hafa eytt um ári í að búa til myndina Dune byggða á bókinni, og eftir snöggt andlát Franks bróður hans, samdi Scott um að leikstýra kvikmyndaútgáfu af bók Philip K. Dick Do Androids Dream of Electric Sheep?, (sem var endurnefnd Blade Runner eftir velgegni myndarinnar). Myndin var með Harrison Ford í aðalhlutverki og tónlist eftir Vangelis. Blade Runner náði ekki miklum árangri í kvikmyndahúsum árið 1982. Athugasemdir Scotts voru notaðar af Warner Brothers til þess að gera leikstjóraútgáfu árið 1991 þar sem talsetning var tekin út og endirinn lagaður. Scott sá persónulega um stafrænu endurgerðina af Blade Runner og samþykki lokaútgáfuna. Þessi útgáfa var gefin út í kvikmyndahúsum í Los Angeles, New York og Toronto þann 5.október 2007. DVD-útgáfan var gefin út 18. desember 2007.[5] Í dag er Blade Runner oft hátt skrifuð meðal gagnrýnenda og sem ein af mikilvægustu vísindaskáldsögumyndum 20.aldar.[6] Skrifað er um hana í bókinni Neuromancer eftir William Gibson's sem fjallar um fyrstu stafrænu tegundina. Scott segir að Blade Runner sé „fullkomnasta og persónulegasta mynd sem hann hefur gert“.[7]

1984 Apple Macintosh-auglýsingin

1984 er bandarísk auglýsing frá 1984 sem var leikstýrt af Scott, skrifuð af Steve Hayden og Lee Clow og framleidd af TBWA\Chiat\Day. Auglýsingin sýndi íþróttakonuna Anya Major sem hina ónefndu kvenhetju og David Graham sem „stóra bróður“.[8][9] Hún var sýnd í sjónvarpi í Bandaríkjunum þann 22. janúar, 1984, á undan þriðja hluta Super Bowl XVIII.[10] Auglýsingin kynnti Macintosh í fyrsta sinn og er oft talað um sem „tímamóta atburð“.[11][12]

1984 notaði hina ónefndu kvenhetju til þess að kynna Macintosh (gefið til kynna með hvítum toppi með Pablo Picasso-mynd af Apple-tölvunni (Apple Macintosh) sem er þýðing fyrir að bjarga mannkyninu frá „hlýðni“ (Stóri Bróðirinn). [13]

Þessar myndir voru óbein tilvísun í bók George Orwells, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, sem lýsir framtíð stýrðri af „stóra bróður“.

Legend

Árið 1985 þá leykstýrði Scott Legend, fantasíumynd sem var framleidd af Arnon Milchan. Þar sem hann hafði aldrei áður gert svona mynd ákvað hann að búa til „einu sinnu endur fyrir löngu“ sviðsetningu með heim fullan af álfkonum, prinsessum og púkum. Scott réði Tom Cruise sem hetjuna, Jack, Mia Sara sem prinsessuna Lily, og Tim Curry sem Satan-Herra myrkursins. Mikil vandræði urðu við tökur: skógurinn varð eldi að bráð og eftirvinnslan (mikil klipping og breyting á tónlistinni eftir Jerry Goldsmith með aukatónlist frá Tangerine Dream) tafði útgáfu myndarinnar með þeim afleiðingum að hún fékk lélega dóma gagnrýnenda. Síðan þá hefur myndin orðið költmynd sem má þakka endurútgáfu hennar á DVD, sem er í meira samræmi við sýn Scotts.

1987 – 1992

Þar sem hann langði að gera fleiri stórmyndir ásamt því að fá þá viðurkenningu sem hann vildi, þar sem enn var litið á hann sem auglýsingaleikstjóra, ákvað hann að fresta öllum áformum um að búa til frekari vísindasagnamyndir og fara frekar út í dramamyndir, spennumyndir og jarðbundnar myndir.

Meðal þess sem hann gerði var Someone to Watch over Me, rómantískt lögregludrama með Tom Berenger, Lorraine Bracco og Mimi Rogers frá 1987, og Black Rain, lögregludrama frá 1989 með Michael Douglas og Andy Garcia, sem var tekin upp í Tókýó og Osaka, Japan. Þrátt fyrir lélega miðasölu þá var Scott enn og aftur lofaður fyrir sjónrænar áherslur sínar, en var enn gagnrýndur fyrir að gera kvikmyndir sem voru aðeins lengri útgáfa af sjónvarpsauglýsingum hans. Thelma og Louise (1991) með Geena Davis sem Thelma, og Susan Sarandon sem Louise, fékk mjög góða dóma og naut velgengni í miðasölu, ásamt því að Scott var lofaður sem kvikmyndagerðarmaður. Samt sem áður gekk næsta verkefni hans ekki eins vel. Hann hafði umsjón með framleiðslu sjálfstæðrar myndar 1492: Conquest of Paradise. Myndin er sjónrænt góð mynd um sögu Kristófers Kólumbusar og er talin vera hægasta mynd hans til þessa. Scott gaf ekki frá sér aðra mynd í fjögur ár.

Núverandi ferill

Scott Free framleiðslufyrirtækið

Árið 1995, ásamt Tony bróður sínum, stofnaði Scott kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtækið Scott Free í Los Angeles. Allar myndir og þættir sem hann og Tony hafa gert hafa verið framleiddar af Scott Free. Einnig keyptu bræðurnir Shepperton Studios, sem var síðan sameinað Pinewood Studios.

2000-2005

Eftir þá miklu velgegni sem Gladiator naut, ásamt því að margir segja hana vera þá mynd sem endurvakti „sverð og sandala“-myndirnar. Þá sneri Scott sér næst að Hannibal, framhaldsmynd Lömbin þagna. Árið 2001 gerði hann Black Hawk Down, stríðsmynd byggða á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Sómalíu árið 1993. Hún lyfti Scott frekar upp á stall sem kvikmyndagerðarmanni. Árið 2003 þá leikstýrði hann Matchstick Men, sem var byggð á bók Eric Garcia þar sem Nicolas Cage, Sam Rockwell og Alison Lohman léku aðalhlutverk. Árið 2005 leikstýrði hann Kingdom of Heaven um krossferðirnar. Á meðan tökum stóð í Marokkó fékk Scott hótanir frá öfgamönnum. Yfirvöld í Marókkó sendu herflokk til þess að leika í bardagasenum. Þar sem hann var ósáttur með upprunalegu útgáfuna hafði Scott umsjón með leikstjóraútgáfunni af Kingdom of Heaven, sem var gefin út á DVD árið 2006.[14] Þegar hann var spurður út í efnið í kynningarviðtali svaraði Scott:

„Það fer eftir því hver situr í ökusætinu. Ef þú hefur brjálæðing sem gerir vinnu mína, þá þarftu að hafa kynningarsýningu. En góður leikstjóri ætti að hafa þá reynslu sem þarf til þess að ákveða hvað honum finnst vera rétta útgáfa af myndinni áður en hún fer í kvikmyndahús.“[15]

2006 – 2008

Scott tók höndum saman við leikarann Russell Crowe þegar hann leikstýrði A Good Year sem byggð er á samnefndri bók. Myndin var frumsýnd 10. nóvember 2006, með tónlist eftir Marc Streitenfeld. Rupert Murdoch, yfirmaður News Corp og dótturfyrirtækis 20th Century Fox (sem studdi myndina) vísaði því á bug að A Good Year væri „misheppnuð“ á hluthafafundi nokkrum dögum eftir að myndin var gefin út.[16] Næsta leikstjóraverkefni Scotts var American Gangster, saga um raunverulegt líf eiturlyfjabarónsins Frank Lucas. Hann var þriðji leikstjórinn sem reyndi við verkefnið eftir Antoine Fuqua og Terry George. Denzel Washington og Benicio del Toro höfðu verið ráðnir upphaflega í tengingu við Steven Zaillian-handritið að nafni Tru Blu. Eftir að George hætti tók Scott við í byrjun ársins 2006. Scott sótti Zaillian aftur til þess að endurskrifa handritið til þess að einbeita meira sögunni að sambandinu á milli Frank Lucas og Richie Roberts. Washington skrifaði aftur undir sem Lucas og Crowe skrifaði undir sem Roberts. Myndin var frumsýnd í nóvember 2007 og fékk jákvæða dóma og gott gengi í miðasölunni.

Frá 2008

Scott vann enn á ný með Crowe, og Leonardo DiCaprio við gerð myndarinnar Body of Lies árið 2008. Árið 2010 vann Scott aftur með Crowe og núna réðust þeir að Robin Hood sem fjallar um uppruna og þjóðsögninan á bakvið hetjuna. Lék Crowe Robin Hood á meðan Cate Blanchett lék ástarefni hans.

Ridley og bróðir hans Tony framleiddu kvikmyndina The A-Team með Liam Neeson, Bradley Cooper og Jessicu Biel í aðahlutverkum.[17][18]

Þann 31. júlí 2009 komu fram fréttir um að gera átti tvær myndir sem áttu að gerast á undan myndinni Alien[19] og átt Scott að leikstýra þeim.[20] Verkefnið breyttist í aðeins eina mynd Prometheus, sem Scott leikstýrði og var myndin meðal annars tekin upp á Íslandi. Myndin var gefin út í júní 2012.

Þann 6. júlí 2010 tilkynnti YouTube að þeir myndu sýna Life in a Day, heimildarmynd sem framleidd var af Scott. Myndin var sýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni þann 27. janúar 2011. Myndin nýtir sér efni sem tekið var upp 24. júlí 2010 af notendum YouTube alls staðar af úr heiminum.[21]

Árið 2012 framleiddi Scott auglýsingu fyrir nýtt ilmvatn Lady Gaga.

Í febrúar 2012 var Scott í viðræðum varðandi verkefnið The Counselor sem byggt er á handriti Cormac McCarthy.[22] Kvikmyndatökur hófust í júlí 2012 í London og eru leikaranir Michael Fassbender og Brad Pitt í aðalhlutverkunm.[23]

Í nóvermber 2012 var tilkynnt að Scott myndi framleiða heimildarmyndina Springsteen & I sem er leikstýrð af Baillie Walsh.

Nálgun og stíll

Til að byrja með þá var Scott varla þekktur sem leikara leikstjóri en varð meira opinn fyrir tillögun frá leikurum sínum þar sem ferill hans var að þróast. Dæmi um þetta er vísbending Susan Sarandon að persóna hennar Louise pakkaði skónum sínum í plastpoka í einni senunni í Thelma & Louise, og hin vísbendingin var að persóna hennar skiptir skartgripum út fyrir hat og aðra hluti, sem og samvinna Tim Robbins með Scott og Susan Sarandon til að endurvinna lokasenuna til þess að gera betri endi. Russell Crowe hefur sagt, „Mér líkar að vera á setti Ridleys þar sem leikarar geta starfað [...] og fókusinn er á leikarana.“[24] Paul M. Sammon, í bók sinni Future Noir: The Making of Blade Runner, segir í viðtali við Brmovie.com að samband Scotts við leikara sína hefur batnað yfir árin.[25] Samt sem áður, þá getur hann verið mjög kröfuharður og erfiður leikstjóri til að vinna með. Hann fékk gælunafnið „Guvnor“ við tökur á Blade Runner. Nokkrir starfsmenn klæddust stuttermabolum með slagorðunum „Yes Guvnor, my ass“ og Will Rogers sem aldrei hefur hitt Ridley Scott, í sambandi við tilvitnun frá Will Rogers, „Ég hef aldrei hitt mann sem ég hef aldrei líkað við“.[26] Var þetta í tengslum við viðbrögð við því hvernig Scott leikstýrði fyrsta bandaríska starfsliðinu, sem margir telja að hafi verið dálítið harkalegt. Sjónræna sýn hans, ásamt nákvæmni í hönnum og lýsingu hefur verið mikill implástur fyrir yngri kvikmyndagerðarmenn – sem margir hafa byrjað að notast við. Scott hægir ofast nær senurnar stuttu áður en aðalbardaga senurnar byrja, sem einkennast af tíðum fljótum klippingum. Dæmi um þetta má sjá í Alien og Blade Runner; LA Times gagnrýnandinn Sheila Benson, kallar til að mynda Blade Runner Blade Crawler „vegna þess hversu hæg hún er. Önnur tækni sem hann notar er að nota hljóð og tónlist til þess að byggja upp spennu, sem má sjá í Alien með hissandi gufu, pípandi tölvum og hávaða frá vélabúnaði.

Þó að Scott er þekktur fyrir leikstjórastíl sinn, þá hafa aðrar aðferðir komið sterklega fram hjá honum:

  • Sterk kvenpersóna.[27][28]
  • Sumar myndir myndir hans innihalda átök á milli föðurs og sonar, sem endar með drápi sonarins (Blade Runner, Gladiator) eða slysförum (Black Hawk Down), vitni að atburði (Kingdom of Heaven). Í Gladiator, þá faðmar sonurinn föðurinn með ástúð sem endar með kæfingu og dauða föðursins. Samskonar sena í Blade Runner.
  • Í Gladiator, Blade Runner og Kingdom of Heaven, sonurinn kynnist föður sínum í æsku. Annað sem sést að móðirin er ekki til staðar, og annaðhvort faðirinn eða sonur sjást gera eitthvað í seinasta sinn. Til að mynda, Roy Batty er að deyja vegna þess hann bjargaði Deckard, Maximus deyr eftir að hafa drepið Commodus og Godfrey of Ibelin drepur óvini eftir að hafa verið særður illa með ör. Þar að auki, hetjan er bjargað frá dauða áður en hann öðlast dáð sína: Deckard er bjargað af Rachel, Maximus er bjargað af þræli og Balian er bjargað af múslimskum óvini. Samskonar aðstæður má sjá í mynd Tony Scott's Man on Fire.
  • Her og liðsforingja pesrónur endurspegla feril föður hans, til að mynda G.I. Jane, Black Hawk Down og Kingdom of Heaven.
  • Söguborð kvikmynda hans eru ítarleg. Þessar teikningar gerir hann sjálfur, hafa verið kallaðar "Ridleygrams" á DVD útgáfum.
  • Eins og Stanley Kubrick, þá var Scott einu sinni þekktur fyrir að biðja um margar góðar tökur. Þetta má sjá í Blade Runner: starfsliðið nefndi myndina „Blood Runner“ vegna þess.
  • Notar mikið klassíska tónlist (Hovis auglýsingin, Someone to Watch Over Me).
  • Mikil notkun af reyk og öðru andrúmslofti (Alien, Blade Runner og Black Rain), auk vifta og viftuhluti (Blade Runner, Black Rain og stór Boeing þota í 1984 sjónvarpsauglýsingunni). Viftur eru einnig notaðar í Hannibal.
  • Samkvæmni í notkun á tónlistarhöfundum, Jerry Goldsmith (Alien and Legend), Vangelis (Blade Runner og 1492: Conquest of Paradise) eða Hans Zimmer (Black Rain, Thelma & Louise, Gladiator, Hannibal, Black Hawk Down og Matchstick Men). Scott hefur tvisvar sinnum notast við Sting í kvikmyndalistum („Valparaiso“ for White Squall og „Someone to Watch Over Me“).

DVD framsetning og leikstjóraútgáfa

Scott er þekktur fyrir að nota mismunandi DVD framsetningar, eins og tal lýsing og viðtöl fyrir myndir sínar. Í júlí 2006 útgáfunni af Total Film tímaritinu,þá segir hann:

Eftir alla þá vinnu sem við förum í gegnum, myndin fer í gegnum kvikmyndahús og síðan hverfa alveg er algjör synd. Til þess að gefa myndinni aukið líf sem er flott fyrir þá sem misstu af henni eða þeir sem elskuðu hana.[15]

Sérstakar útgáfur af myndum Scotts eru þekktar fyrir hágæðamynd og hljóð, sem og velgerðar heimildarmyndir og lýsingar, framleitt af félaga hans, DVD framleiðandanum Charles de Lauzirika.

Meðfram áhuga sínum á DVD, Scott er oft talinn vera „faðir“ leikstjóraútgáfunnar. Hin jákvæðu viðbrögð á leikstjóraútgáfunni af Blade Runner Director's Cut hvatti Scott til þess að endurklippa nokkrar myndir sem höfðu fengið vonbrigði á sínum tíma (Legend and Kingdom of Heaven).

Leikstjóri

Kvikmyndir

Tónlistamyndbönd

  • Avalon, Roxy Music (1982) (sam-leikstýrt með Howard Gard)

Auglýsingar

  • Bike Round fyrir Hovis (1973)
  • Chanel... Share the fantasy. fyrir Chanel (1979)
  • 1984 fyrir Apple Computer (1984)
  • The Choice of a New Generation fyrir Pepsi (1986) (með Don Johnson og Glenn Frey)
  • 300ZX Twin Turbo Super Bowl auglýsing (1990)

Sjónvarpsþættir

  • The Toubleshooters (1969) (Leikstýrði þættinum If He Hollers, Let Him Go)
  • The Informer (1967) (Leikstýrði 2 þáttum)
  • Half Hour Story (1967) (Leikstýrði þættinum Robert)
  • Adam Adamant Lives! (166-1967) (Leikstýrði 3 þáttum)
  • Thirty-Minute Theatre (1966) (Leikstýrði þættinum The Hard Word)
  • Z Cars (1965) (Leikstýrði þættinum Error of Judgement)

Framleiðandi

Heimildamyndir

  • Japan in a Day (2012) - framleiðslustjóri
  • Britain in a Day (2012) – framleiðslustjóri
  • Gettysburg (2011) - framleiðslustjóri
  • Life in a Day (2011) – framleiðslustjóri

Kvikmyndir

  • The East (2013) - framleiðandi
  • Stoker (2013) - framleiðandi
  • Prometheus (2012) - framleiðandi
  • The Grey (2011) - framleiðandi
  • The A-Team (2010) - framleiðslustjóri
  • Robin Hood (2010) - framleiðandi
  • Cyrus (2010) - framleiðslustjóri
  • Welcome to the Rileys (2010) - framleiðslustjóri
  • Cracks (2010) - framleiðslustjóri
  • Tell-Tale (2009) - framleiðandi
  • Body of Lies (2008) - framleiðandi
  • American Gangster (2007) - framleiðandi
  • The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford (2007) - framleiðandi
  • A Good Year (2006) - framleiðandi
  • Tristan + Isolde (2006) - framleiðslustjóri
  • In Her Shoes (2005) - framleiðandi
  • Kingdom of Heaven (2005) - framleiðandi
  • Matchstick Men (2003) - framleiðandi
  • Black Hawk Down (2001) - framleiðandi
  • Hannibal (2001) - framleiðandi
  • Gladiator (2000) – framleiðslustjóri (óskráður á lista)
  • Where the Money Is (2000) - framleiðandi
  • Clay Pigeons (1998) - framleiðandi
  • G.I. Jane (1997) - framleiðandi
  • White Squall (1996) - framleiðslustjóri
  • The Browning Version (1994) - framleiðandi
  • Monkey Trouble (1994) - framleiðslustjóri
  • 1492: Conquest of Paradise (1992) - framleiðandi
  • Thelma & Louise (1991) - framleiðandi
  • Someone to Watch Over Me (1987) - framleiðslustjóri
  • Blade Runner (1982) – meðframleiðandi (óskráður á lista)

Sjónvarpsþættir og sjónvarpsmyndir

  • Killing Lincoln (2013) sjónvarpsmynd (framleiðandi/framleiðslustjóri)
  • Labyrinth (2012) (framleiðandi: 2 þættir)
  • World Without End (2012) (framleiðandi: 8 þættir)
  • Call of Duty Elite: Friday Night Fights (2011-2012) (framleiðslustjóri: 17 þættir)
  • Coma (2012) mínisería (framleiðslustjóri: 1 þáttur)
  • Prophets of Science Fiction (2011-2012) (framleiðslustjóri: 8 þættir
  • The Good Wife (2009-til dags) (framleiðslustjóri: 79 þættir)
  • The Pillars of the Earth (2010) mínisería (framleiðslustjóri: 8 þættir)
  • The Real Robin Hood (2010) sjónvarpsmynd (framleiðandi)
  • Numb3rs (2005-2010) sjónvarpssería (framleiðslustjóri: 116 þættir)
  • Nomads (2010) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Into the Storm (2009) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • The Andromeda Strain (2008) mínisería (framleiðslustjóri)
  • The Company (2007) (framleiðslustjóri: 1 þáttur)
  • Law Dogs (2007) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • Orpheus (2006) sjónvarpsmynd (framleiðslstjóri)
  • The Gathering Storm (2002) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • AFP: American Fighter Pilot (2002) sjónvarpssería (framleiðslustjóri)
  • The Last Debate (2000) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • RKO 281 (1999) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)
  • The Hunger (1997) sjónvarpssería (framleiðslustjóri: 1 þáttur)
  • Elephant (1993) sjónvarpsmynd (framleiðslustjóri)

Stuttmyndir

  • Ghost Recon: Alpha (2012) - framleiðandi
  • Loom (2012) - framleiðslustjóri
  • Ticker (2002) - framleiðslustjóri
  • Beat the Devil (2002) – framleiðslustjóri
  • Hostage (2002) - framleiðslustjóri
  • Boy and Bicycle (1956) - framleiðandi

Verðlaun og tilnefningar

AFI-verðlaunin

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Film-verðlaunin

  • 2004: George Pal Memorial verðlaunin fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar.
  • 2001: Tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Gladiator.
  • 1983: Tilnefndur sem leikstjóri ársins fyirr Blade Runner.
  • 1980: Verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir Alien.

BAFTA-verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur fyrir bestu mynd ársins fyrir American Gangster ásamt Brian Grazer.
  • 2001: Tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Gladiator.
  • 1995: Michael Balcon verðlaunin.
  • 1992: Tilnefndur sem leikstjóri ársins fyrir Thelma & Louise.
  • 1992: Tilnefndur fyrir bestu mynd ársins fyrir Thelma & Louise ásamt Mimi Polk Gitlin.

Bodil-verðlaunin

Boston Film Festival-verðlaunin

  • 2003: Film Excellence verðlaunin.

Cannes Film Festival-verðlaunin

  • 1977: Verðlaun sem besta fyrsta kvikmyndin fyrir The Duellists.
  • 1977: Tilnefndur til Palme d´Or fyrir The Duellists.

Chicago Film Critics Association-verðlaunin

César-verðlaunin, Frakkland

DVD Exclusive-verðlaunin

  • 2003: Verðlaun fyrir bestu hljóðlýsinguna fyrir Alien ásamt Ronald Shusett, Terry Rawlings, Sigourney Weaver, Tom Skerritt, Veronica Cartwright, Harry Dean Stanton og John Hurt.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu hljóðlýsinguna fyrir Legend.
  • 2001: Tilnefndur fyrir bestu DVD hljóðlýsinguna fyrir Gladiator.

Dallas-Fort Worth Film Critics Association-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Gladiator.

David di Donatello-verðlaunin

  • 1992: Tilnefndur fyrir bestu erlendu mynd ársins fyrir Thelma & Louise.
  • 1978: Verðlaun sem besti erlendi leikstjóri fyrir The Duellists – jafntefli með The Goodbue Girl.

Directors Guild of America-verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Black Hawk Down.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Gladiator.
  • 1992: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Thelma & Louise.

Empire-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti breski leikstjóri ársins fyrir Gladiator.

Emmy-verðlaunin

European Film-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Hannibal.
  • 2000: Tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir Gladiator.

Fantasport-verðlaunin

  • 1993: Tilnefndur fyrir bestu myndina fyrir Blade Runner- leikstjóraútgáfan.
  • 1988: Tilnefndur fyrir bestu myndina fyrir Some to Watch Over Me.
  • 1983: Tilnefndur fyrir bestu myndina fyrir Blade Runner.

Golden Globe-verðlaunin

  • 2008: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir American Gangster.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Gladiator.
  • 1999: Verðlaun fyrir bestu míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir RKO 281.

Hugo-verðlaunin

  • 1983: Verðlaun fyrir bestu dramaframsetningu fyrir Blade Runner ásamt Philip K. Dick (upprunaleg bók), David Webb Peoples (handrit) og Hampton Fancher (handrit).
  • 1980: Verðlaun fyrir bestu dramaframsetningu fyrir Alien ásamt Dan O´Bannon (saga/handrit) og Ronald Shusett (handrit).

Italian National Syndicate of Film Journalists-verðlaunin

  • 1992: Tilnefndur sem besti erlendi leikstjóri ársins fyrir Thelma & Louise.
  • 1983: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir erlenda mynd fyrir Blade Runner.

Las Vegas Film Critics Society-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Gladiator.

London Critics Circle Film-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem breski leikstjóri ársins fyrir Gladiator.
  • 1992: Verðlaun sem leikstjóri ársins fyrir Thelma & Louise.

Óskarsverðlaunin

PGA-verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur fyrir besta dramaþáttinn fyrir The Good Wife.
  • 2003: Tilnefndur fyrir bestu sjónvarpsmyndina fyrir The Gathering Storm.

Palm Springs International Film Festival-verðlaunin

  • 2001: Leikstjóra verðlaunin.

Sant Jordi-verðlaunin

Satellite-verðlaunin

  • 2001: Tilnefndur sem besti leikstjóri fyrir Gladiator.

Valladolid International Film Festival-verðlaunin

Tilvísanir

  1. BBC Movies: Calling the Shots
  2. Ridley Scott Associates (RSA)
  3. BBC News: Bates and Scott lead showbiz honours
  4. BBC News: A good year ahead for Ridley
  5. „„Blade Runner Final Cut Due", SciFi Wire, 26. maí 2006“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2008. Sótt 29. september 2009.
  6. The Guardian: Top 10 sci-fi films
  7. Barber, Lynn (2. janúar 2002). „Scott's Corner“. The Observer. Sótt 22. febrúar 2007.
  8. David Graham
  9. Google Answers article #741952
  10. „Apple's 1984: The Introduction of the Macintosh in the Cultural History of Personal Computers“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 1999. Sótt 29. september 2009.
  11. Apple's '1984' Super Bowl commercial still stands as watershed event
  12. Leopold, Todd (3. febrúar 2006). „Why 2006 isn't like '1984'. CNN. Sótt 10. maí 2008.
  13. Cellini, Adelia (2004). „The Story Behind Apple's '1984' TV commercial: Big Brother at 20“. MacWorld 21.1. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. janúar 2013. Sótt 9. maí 2008.
  14. Kingdom of Heaven: Director's Cut DVD official website“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. september 2008. Sótt 29. desember 2020.
  15. 15,0 15,1 Total Film magazine, July 2006: 'Three hours, eight minutes. It's beautiful.' (Interview to promote Kingdom of Heaven: The Director's Cut)
  16. „A Good Year is a 'flop', Murdoch admits“. Guardian Unlimited. 16. nóvember 2006. Sótt 24. febrúar 2007.
  17. Ridley Scott to remake The A-Team
  18. Fox assembles 'A-Team'
  19. „Ridley Scott Talks 'Alien' Prequel and Timeline“. Bloody-disgusting.com. Sótt 6. mars 2010.
  20. Child, Ben (27. apríl 2010). „Ridley Scott plans two-part Alien prequel“. The Guardian. London. Sótt 22. maí 2010.
  21. „Life in a Day“. The Official YouTube Blog. 6. júlí 2010. Sótt 7. júlí 2010.
  22. Fleming, Mike. „Ridley Scott In Talks For Cormac McCarthy's 'The Counselor'. Deadline.
  23. „First Looks at Michael Fassbender and Brad Pitt Filming 'The Counselor'. INeedMyFix.com. Glam Entertainment. 1. ágúst 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. ágúst 2012. Sótt 2. ágúst 2012.
  24. American Gangster DVD, Fallen Empire: The Making of American Gangster documentary
  25. BRmovie.com: Paul M. Sammon interview
  26. Answers.com: I never met a man I didn't like
  27. „Yahoo! Movies: Ridley Scott“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2009. Sótt 29. september 2009.
  28. „AmericanCinemateque.com: Press release“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2010. Sótt 29. september 2009.

Heimildir

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!