Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Presto (myndsetningarvél)

Presto er myndsetningarvél fyrir vefsíður sem Opera Software þróaði og notaði í Opera-vafranum frá 2003 til 2013. Presto-vélin þótti í upphafi útfæra staðla mjög vel miðað við aðra vafra og var með hraðvirkustu JavaScript-útfærsluna. Hún var notuð í innfellda vafra sem byggðust á Opera-vafranum, eins og Nintendo DS-vafrann, og í Adobe Creative Suite 2 og 3. Presto er séreignarhugbúnaður í eigu norska fyrirtækisins Opera Software ASA.

Í upphafi árs 2013 tilkynnti Opera Software að þeir hyggðust nota WebKit í næstu útgáfum vafrans. Þegar Google tilkynnti um kvíslun WebKit og nýja myndsetningarvél, Blink, sagði Opera að þeir myndu taka þátt í þróun nýju vélarinnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya