Upphaf WebKit má rekja til þess að Apple-forritarar kvísluðu myndsetningarvél KDE-verkefnisins, KHTML (og KJS), árið 2001 og þróuðu áfram fyrir Mac OS X. Árið 2005 gaf Apple alla hluta WebKit út með opnu notendaleyfi. Apple, Google o.fl., t.d. KDE forritararnir, þróuðu WebKit áfram og notuðu WebKit.
Árið 2013 tilkynntu Google að þeir hefðu kvíslað WebKit í nýja myndsetningarvél, Blink. Opera Software tilkynnti síðar að þeirra vafri Opera myndi skipta úr WebKit yfir í Blink, og flestir aðrir hafa gert hið sama í kjölfarið, og nánast eingöngu Apple notar WebKit áfram. WebKit er líka vörumerki Apple (skráð í bandaríkjunum).
Helstu hlutar WebKit eru WebCore sem útfærir myndsetningarvélina og DOMið, JavaScriptCore sem útfærir stuðning við JavaScript og Drosera sem er JavaScript-villuleitarforrit.