Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu

Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu
ÍþróttasambandPZPN
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariFernando Santos
FyrirliðiRobert Lewandowski

FIFA hæst: 5 (ágúst 2017)
FIFA lægst 78 (nóvember 2013)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
0–1 gegn Ungverjalandi í Búdapest, Ungverjalandi 18. desember 1921
Stærsti sigur
10–0 gegn San Marino Kielce Póllandi 26. júní 1948
Mesta tap
0-8 á móti Dönum Kaupmannahöfn Danmörku 26. júní 1948
Keppnir(fyrst árið 1938)
Besti árangur3. sæti HM 1974 , HM 1982

Pólska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar fyrir hönd Póllands á alþjóðlegum vettvangi og lýtur stjórn Pólska knattspyrnusambandsins. Liðið vann Ólympíu-gull á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. á EM 2016 tókst því að komast í 8 liða úrslit, sem er það lengsta sem það hefur komist í mótinu. Þar datt það út gegn Portúgölum í vítaspyrnukeppni.

Leikmannahópur (HM 2022)

Heimavöllur Pólverja í Varsjá, sem var byggðu fyrir EM 2012

Markverðir

Varnarmenn

  • Kamil Glik (Benevento)
  • Artur Jędrzejczyk (Legia Warszawa)
  • Jan Bednarek (Aston Villa)
  • Matty Cash (Aston Villa)
  • Mateusz Wieteska (Clermont)
  • Jakub Kiwior (Spezia)
  • Bartosz Bereszyński (Sampdoria)
  • Nicola Zalewski (Roma)
  • Robert Gumny (Augsburg)

Miðjumenn

Sóknarmenn

EM í knattspyrnu

Ár Gestgjafar Árangur
EM 1960  Frakkland Tóku ekki þátt
EM 1964  Spánn Tóku ekki þátt
EM 1968  Ítalía Tóku ekki þátt
EM 1972  Belgía Tóku ekki þátt
EM 1976 Júgóslavía Tóku ekki þátt
EM 1980  Ítalía Tóku ekki þátt
EM 1984  Frakkland Tóku ekki þátt
EM1988  Þýskaland Tóku ekki þátt
EM 1992  Svíþjóð Tóku ekki þátt
EM1996 England Tóku ekki þátt
EM 2000  Belgía &  Holland Tóku ekki þátt
EM 2004  Portúgal Tóku ekki þátt
EM 2008  Austurríki &  Sviss Riðlakeppni
EM 2012  Pólland &  Úkraína Riðlakeppni
EM 2016  Frakkland 8 liða úrslit
EM 2021 Fáni ESBEvrópa Riðlakeppni
EM 2024  Þýskaland Riðlakeppni
Jan Tomaszewski (til vinstri) og Henryk Kasperczak fagna bronsinu eftir sigur á Brössum á HM 1974
Ár Gestgjafar Árangur
HM 1930 Úrúgvæ Tóku ekki þátt
HM 1934  Ítalía Tóku ekki þátt
HM 1938  Frakkland Riðlakeppni
HM 1950  Brasilía Tóku ekki þátt
HM 1954  Sviss Tóku ekki þátt
HM 1958  Svíþjóð Tóku ekki þátt
HM 1962  Síle Tóku ekki þátt
HM 1966 England Tóku ekki þátt
HM 1970 Mexíkó Tóku ekki þátt
HM 1974  Þýskaland Brons
HM 1978 Argentína Riðlakeppni
HM 1982  Spánn Brons
HM 1986 Mexíkó 16. liða úrslit
HM 1990  Ítalía Tóku ekki þátt
HM 1994  Bandaríkin Tóku ekki þátt
HM 1998  Frakkland Tóku ekki þátt
HM 2002  Suður-Kórea &  Japan Riðlakeppni
HM 2006  Þýskaland Riðlakeppni
HM 2010  Suður-Afríka Tóku ekki þátt
HM 2014  Brasilía Tóku ekki þátt
HM 2018  Rússland Riðlakeppni
HM 2022  Katar 16.liða úrslit

Flestir leikir

Robert Lewandowski
  1. Robert Lewandowski: 150
  2. Jakub Błaszczykowski: 109
  3. Kamil Glik: 103
  4. Michał Żewłakow: 102
  5. Grzegorz Lato: 100
  6. Grzegorz Krychowiak 100
  7. Kazimierz Deyna: 97

Flest mörk

  1. Robert Lewandowski: 82
  2. Włodzimierz Lubański: 48
  3. Grzegorz Lato: 45
  4. Kazimierz Deyna: 41
  5. Ernest Pol: 39

Saga

Pólska Karlalandsliðið árið1921

Pólska Knattspyrnusambandið ""Polski Związek Piłki Nożnej"" (PZPN) var stofnað 20 december árið 1919 og það varð meðlimur í FIFA árið 1923. Fyrsti landsleikurinn sem það spilaði var 18. desember árið 1921, 0-1 tapleikur á móti Ungverjalandi í Búdapest. Pólverjar spiluðu sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti á HM 1938 í Frakklandi þeir náðu í fjórðungs úrslit enn duttu úr leik, eftir tap á móti Brasilíu í leik sem lauk 5–6 þar sem aðalmarkaskorari Pólverja í leiknum Ernst Willimowski skoraði fjögur mörk.

HM brons

Pólland - Brasilía 1-0, á HM 1974

Pólverjum tóks í fyrsta sinn að koma sér á kortið sem knattspyrnuþjóð upp úr 1970. Þeir tóku þátt á Ólympíuleikunum árið 1972 tóku þeir gull og Kazimierz Deyna var markahæsti leikmaður mótsins. Það eru einu gullverðlaun þeirra hingað til á stórmóti.

Pólverjum tókst síðan að ná í bronsverðlaun á HM 1974. Þar tókst þeim þvert á flestar spár að slá út Englendinga. Í milliriðli tókst Pólverjum síðan að sigra Júgóslavíu og Svíþjóð. Pólverjar léku síðan í undanúrslitum við nágranna sína í Vestur-Þýskalandi, Leik sem Þjóðverjar unnu 1–0. í leiknum um 3. sæti tókst Pólverjum síðan að sigra Brasilíumenn sem þá voru ríkjandi heimsmeistarar 1-0. Markakóngur mótsins Grzegorz Lato tryggði Pólverjum sigur í þessum leik.

1976 tóku Pólverjar silfur á Ólympíuleikunum eftir tap gegn Austur-Þýskalandi í úrslitaleik. 1978 tóku þeir aftur þátt á Heimsmeistaramótinu og komust upp úr riðlinum, og 1982 tókst þeim að ná aftur í Brons með því að sigra Frakka í bronsleiknum, eftir að hafa m.a slegið út sterkt lið Sovétríkjana[1]

EM 2008

Árið 2008 tókstPpólverjum í fyrsta sinn að tryggja sig á evrópumót en duttu fljótlega úr leik. Markahæsti leikmaður Pólverja á mótinu var Euzebiusz Smolarek.

2010-2020

Pólska landsliðið á HM í Rúslslandi árið 2018

Í undankeppni HM 2010 gekk Pólverjum illa og lentu í 5. sæti í riðlinum með bara San Marínó fyrir neðan sig. Pólverjar voru gestgjafar á EM 2012 ásamt Úkraínu og voru byggðir nýir myndalegir leikvangar fyrir það mót. Pólverjar gerðu þar jafntefli við Rússa, enn töpuðu í spennandi leik á móti Tékkum. Þeir duttu út og voru neðstir í sínum riðli. Pólverjum tókst að koma sér á EM 2016 þar sem þeir náðu sínum besta árangri hingað til. Þar náðu þeir alla leið í 8. liða úrslit enn duttu úr leik eftir tap gegn sterku liði Portúgal í vítaspyrnukeppni. Þeim tókst einnig að tryggja sig á HM 2018 það var fyrsta heimsmeistarakeppni þeirra í 12 ár. En mótið varð fremur mislukkað fyrir þá og þeir töpuðu bæði á móti Senegal og Kólumbíu. Gegn Japönum tókst þeim aftur á móti að næla sér í sigur í lokin sem hafði þó litla þýðingu, vegna þess að þeir voru þegar dottnir úr leik.

Heimildir

  1. Jesper Högström (12. júlí 2016). „Historisk guide till fotbolls-VM“ (sænska). Populär historia. Sótt 29. apríl 2016.

Tengt efni

  • Ekstraklasa eða pólska úrvalsdeildin er efsta deild pólskar knattspyrnu.

Tenglar

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!