Birmingham City

St. Andrews.

Birmingham City (Birmingham City Football Club) er knattspyrnufélag frá Birmingham á Englandi sem spilar í League One. Heimavöllur liðsins frá 1906 er St Andrew's sem tekur 29.409 í sæti.

Birmingham var stofnað árið 1875 undir nafninu Small Heath Alliance, nafnið breyttist í Small Heath árið 1888 og síðan Birmingham City árið 1905. Sem Small Heath spilaði það í Alliance-deildinni og varð síðan stofnmeðlimur og fyrsti sigurvegari Football League Second Division.

Sigursælasta tímabil liðsins var á sjötta áratug 20. aldar og snemma á þeim sjöunda. Birmingham komst síðast upp í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2009 – 2010.

Íslendingarnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson spila með liðinu.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Strategi Solo vs Squad di Free Fire: Cara Menang Mudah!